Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Qupperneq 80
8o
Bogi Th. Melsteð
þeirra eigiti jörðum. Pað má varla heldur vera að mun
minna, ef þess konar verðlaun á annað borð eru veitt.
En það er hugsun tillögumannsins að verðlaunasjóðnum
handa vinnuhjúum, að jafnvel 25 ára gömul vinnuhjú,
konur sem karlar, sem hafa í sjö ár unnið vel og dyggi-
lega á einu heimili, geti fengið verðlaun úr sjóðnum, ef
þau eru mjög dugleg og myndarleg. Pá er ung vinnuhjú
vinna verðlaun, er ætlast til að þau með áföllnum rent-
um geti orðið þeim til styrktar, ef þau byrja búskap, en
hinum eldri hjúum til ljettis og þæginda á efri árum
þeirra.
Verðlaun úr sjóði þessum ætti fyrst og fremst að
veita fyrir dug og dygð, eða með öðrum orðum
fyrir verklegan dugnað og kunnáttu, gott
vinnulag, iðni, skyldurækt og trúmensku,
en að því jöfnu ætti aldurinn að ráða úrslitum. Fyrir
því hljóta slík verðlaun að verða hvöt fyrir vinnuhjúin
til þess að standa sem best í stöðu sinni, þar sem þau
geta unnið þau á língum aldri, og eðlilega aftur eftir svo
sem 10 ár, ef þau skara fram úr og eru vinnuhjú fram-
vegis; en hins vegar getur enginn fengið þau, nema hann
sje duglegur, iðinn og húsbóndaholiur.
IV.
En þá er að koma slíkum sjóð á fót. Pað er
hægra sagt en gert, kunna sumir að segja; það eru
fjárútlát.
Pað er rjett, að fjárútlát kostar það, að koma sjóðn-
um á. En hve nær hefur nokkuð nýtilegt verið unnið
eða komist á, ef ekki hefur neitt verið látið af hendi
rakna, verk eða fje, gerð eða gjöf?
Fjárútlát þessi eru harðla lítil, í eitt skifti fyrir allar
ókomnar aldir, þúsundir ára. I hæsta lagi eins margar