Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Qupperneq 99
Frá Róm á dögum keisaranna
99
aö hann kafnaði í öskumekkinum. Systursonur hans hef-
ur lýst dauða hans í brjefi til Tacitusar sagnaritara, vin-
ar síns. I öðru brjefi til hans lýsir hann eldgosinu sjálfu.
Brjef þessi eru heimsfræg; eftir þeim er eldgosi Vesúvs
lýst í »Nýrri sumargjöf* 1861.
Plinius yngri lagði stund á mælskufræði og gerðist
fyrst málaflutningsmaður. Síðan varð hann embættismað-
ur í Róm á dögum Domitiusar keisara og eftirmanna
hans; eins og siður var, gegndi hann einu embætti eftir
annað, en var embættislaus á milli. Hann átti eignir í
Comum norður á Ítalíu og í Etrúríu og einnig í ná-
grenninu við Róm, í eða hjá Laurentum, Tusculum,
Præneste og Tibur. Tómstundir sínar notaði hann til
lesturs og ritstarfa. Dvaldi hann þá oft, eins og fyr er
sagt, í húsi sínu í Laurentum, sem var suður við sjó, 25
km. frá Róm. Hann átti þar, auk hússins, fallegan garð
í kringum það og dálitla spildu af ströndinni. Honum
þótti vænt um þennan stað, því að þar fekk hann næði,
og átti hægt með að komast þangað frá Róm, hve nær
sem hann vildi, en Comum var svo langt í burtu.
Hið langmerkasta, sem Plinius yngri hefur látið eftir
sig, er brjefasafn hans, 9 bækur og auk þess brjefa-
viðskifti við Trajan keisara, 121 brjef. Brjefin eru til
vina og vandamanna Pliniusar, karla og kvenna; þar á
meðal eru nokkrir hinir merkustu Rómverjar, er þá voru
uppi, eins og t. a. m. Tacitus sagnaritari. Brjef þessi
lýsa daglegu lífi og hugsunarhætti hinna helstu manna
og hinna mestu mentamanna, bæði í Róm og á búgörð-
um þeirra víðsvegar á Ítalíu. Pau eru eitthvert hið
merkasta heimildarrit, sem til er að sögu Rómverja á
þeim tímum, og bæta að ýmsu leyti upp hin bestu
sagnarit þeirra.
Nú hefur norskur sagnaritari, rektor, dr. phil. A.
R æ d e r, sem hefur lagt sjerstaka stund á sögu Róm-
7