Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Page 113
Skáldmál Bjarna Thórarensens
"3
Frá fornkvæðalestri stafa fornar orðmyndir, sem
Bjarni notar hjer og hvar (sem nú eru taldar óhafandi),
t. d. sagnmyndir með neitunarorðinu -at: skalat (14),
munat (51), erat (61, 62, 93), getkat (223), græturat
(227), mankat (238), deyrat (254), sbr. og vildak (240).
Paðan mun og vera komin orðmyndin hifinn (84, 142).
Hann notar og atviksorð, sem enda á -la (fornyrði):
optla (75), hraustla (90); ritar fur (á að vera fornyrt) og
miðli (4). Við þessu öllu er ekkert að segja. Bjarna hef-
ur vitanlega fundist þetta alt hefja skáldmálið á hærra
stig. Lakara er það, þegar hann — af sömu ástæðu —
notar orðmyndir, sem aldrei hafa til verið og eru rángar
og tilbúníngur hans sjálfs; þar til heyra: húnu (3, f.
húna), -brúvu (142, f. brú)1); rynda (23, f. rýna; í Rígs-
þulu kemur fyrir ryndu — þ. e. rýndu af rýna —,
Bjarni hefur lesið orðið með y (ekki ý), og býr svo til
nafnh. rynda, sbr. kynda — kyndi). Röng orðmynd er
Gimla (85, 129, 168), og var honum þar vorkun.
Þekkíng Bjarna á málfræði er yfir höfuð sem við mátti
búast á þeim tímum. Það er skiljanlegt, að hann notar
rángar orðmyndir sem týrar (5, 24), týri (213), föðurs
(65, 147), verir (85, f. verar), jórum (216), gagnsærum
(261). Síður skiljanleg er orðmyndin auðar-bils (kvenn-
kynsorð! 242), og ekki skil jeg annað en að ók (f. jók)
sje tilbúníngur Bjarna (s. 23); jeg þekki ekki þá orðmynd
annarstaðar að. Þar á mót er numdu (61) ekki óþekt
(Gr. Thomsen).
Að Bjarni notar orðmyndir sem nár (= náir 258,
sbr. gljár 2), vorðnir (9), þín (f. þínum) og þesskonar,
meður, viður, eður, sá (f. sá sem og þesskonar), væla
(= vjela, 20), vær (= vjer, 140), stár, stá (108, 150),
er ekki annað en við mátti búast; þær voru algengar þá
') f*ar á móti má frúvum (82) til sanns vegar færast.
8