Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Síða 111
Skáldmál Bjarna Thórarensens
111
hann fyrir það, en kveðandin er rjett fyrir því. Dæmi
þessa eru t. d.: Og þegar harma (206), of Kjöl norður
(67), og síðan út jeg fór, j í fögrum súngu kór (12), í
gullbúnum könnum (228) osfrv. Einna lakast er: (njótið
aldrei regns) | nje daggar (36). Mann furðar á því, að
finna slíkt svo oft hjá Bjarna. Hjá eldri skáldum er
slíkt algengt og hittist oít hjá ýngri. En hvernig stendur
á því? Jeg hef oft hugsað um það, og hefur mjer hugs-
ast þessi skýríng:
Að fornu voru í máli voru margar samstöfur með
nokkurri áherslu, er nú eru áherslulausar. Svo var það
alt fram að eða fram um 1700. Pessar samstöfur eru
með aukaáherslu í skáldskap frá 16. og 17. öld (t. d.
kölluðu hafði aukaáherslu á uð). Nú er það og alkunn
regla, að forsetníngar, sem annars eru áherslulausar, fá
áherslu, þegar þær standa fyrir framan fornöfn (t. d. á
mig, í mig, að mjer, í það osfrv.). Skáld frá 18. öld,
sem enga áherslu höfðu á nefndum samstöfum en þektu
eldri kveðskap og fundu þar þessa áherslu, leyfðu sjer
að nota hana. Hins vegar fundu þeir líka þessa áherslu
á forsetníngunum, og fanst þá líka vera óhætt að láta
þær fá áherslu víðar en á undan fornöfnunum. Og svo
ljetu þau þetta líka ná til annara smáorða. Pessu hefur
Bjarni fylgt og álitið það vera leyfilegt. Vjer skoðum
nú slíkt með öllu óleyfilegt og merki klaufaskapar og
getuleysis. Hjá Bjarna verðum vjer að sjá þetta í sögu-
legu ljósi, og ef vjer gerum það og skiljum, er sökin
engin eða lítil. Pað voru Fjölnismenn fyrstir, sem hnektu
þessu.
Eftir þessu getur Bjarni sagt sámbánd, ágætur, mis-
tákast, Gunnláðár, ásækti, konungi, klámstef, aldregi, hús-
freyja, lifánda, ágjárnir. Eins er oft, þegar fyrsta sam-
stafan er ó — ódeigt, óprúð osfrv.
Endíngin -ir eða hljóðstafur hennar var frá fornu fari