Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Side 86
86
»Að marka tóttir til garða«
„Að marka tóttir til garða“.
Heimskringla II, 53/78, 61/94.
Þá er Ólafur konungur Haraldsson hafði
brotist til ríkis í Noregi og kosið sjer aðsetur í Niðarósi,
ljet hann húsa þar konungsgarð, reisa kirkju og efna að
nýju til kaupstaðar, því að hinn ungi kaupstaður hafði
eigi náð neinum þroska eftir fráfall Ólafs konungs
Tryggvasonar, sem fyrstur hafði skipað, að þar skyldi
vera kaupstaður (997). Ólafur Haraldsson ljet »marka
tóttir til garða og gaf bændum og kaupmönnum eða
þeim öðrum, er honum sýndist og húsa vildu«. Eins
gerði hann, er hann reisti Sarpsborg rjett á eftir, á sama
eða næsta ári. Hann ljet þá girða með grjóti og torfi
og viðum um þvert nesið vestan við fossinn Sarp í
Raumelfi (Glommen) og grafa dtki fyrir utan víggirðing-
arnar til varnar á móti Svíum. Á nesinu fyrir innan, »í
borginni«, eins og segir í Heimskringlu, var rúmgott
bæjarstæði, og þar efndi hann til kaupstaðar. Hann ljet
reisa þar konungsgarð handa sjálfum sjer og hirðinni, og
gera kirkju og marka tóttir* til annara garða, og fekk
menn til að húsa þar.
Þarna kom fram mikil fyrirhyggja hjá konungi. Ef
hann hefði eigi latið mæla út eða marka lóðir undir hús-
in, hefðu þau eigi staðið í neinni röð, heldur verið reist
sem af handa hófi hingað og þangað eftir geðþekkni
þeirra manna, er ljetu gera þau. Engar götur hefðu þá
getað orðið beinar í bæjum þessum, heldur hálfgerðir
krákustigir, eins og sjá má í sumum gömlum bæjum, og
enda í ungum kaup- og verslunarstöðum á íslandi.
Ólafur konungur Haraldsson hinn helgi var mikill
merkismaður; en mestur styrkleikur hans var fólginn í