Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Qupperneq 72
72
Magnús Jónsson
koma stjórn við okkur, þvert á móti. I samanburði við
aðrar þjóðir hafa íslendingar altaf verið frernur vel trygg-
ir höfðingjum sínum. Pað er hugsunarleysi, þegar t. d.
Sturlungaöld er núið oss um nasir sem stjórnleysisdæmi.
Par kemur einmitt fram margt dæmið um samheldni,
reglu og trygð innan flokka. Pað var fyrirkomulagi hinn-
ar æðstu stjórnar, sem ábótavant var, eða rjettara sagt,
það var hana, sem vantaði, og því eru óeirðirnar á síð-
ari hluta Sturlungaaldar fremur líkar ófriði milli sjálfráðra
smáríkja, ekki borgarastyrjöld.
Sem nútíma dæmi, öllum kunn, mætti nefna, að
engra vandkvæða heyrist getið við stjórn fjallleita og
stórra vinnufyrirtækja (vegagjörða t. d.), og eins hefur
stjórn skipshafna á opnum skipum altaf verið í góðu lagi
og borist þaðan á stærri skipin, af því að hásetar voru
góðu vanir frá bátunum. Góð regla á íslenskum skipum
á engan veginn rót sína að rekja til útlendra ákvæða
sjólaganna.
Hitt er annað mál, að allir íslendingar kunna mál-
tækið: »skipað gæti jeg, væri mjer hlýtt« — og haga
sjer þar eftir.
Eftir þennan útúrdúr sný jeg mjer aftur að ráðs-
manni íþróttaskólans. Hann á vitanlega að hafa á hendi
allar framkvæmdir, sjá um föng skólans, afla kennara í
einstökum greinum, þar sem best er hægt að fá, og,
eins og nefnt var, hafa á hendi kenslu í góðri stjórn og
reglu. Af því, sem að framan er greint, er enginn efi á
því, að hann yrði að byggja á okkar forna, þjóðlega
grundvelli, og áhrifin kæmu þá sjálfsagt fyrst og fremst
frá því dæmi og þeirri fyrirmynd, sem hann gæti látið
nemendum í tje. — Jeg hef fjölyrt meira um þetta, en
við á í þessum greinarstúf, af því að hjer er að ræða
um þýðingarmeira atriði, en eftir er tekið í fljótu bragði,
og víðtækara.