Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Síða 79
Verðlaunasjóður handa vinnuhjúum
79
jarðabótunum. Einnig geta þeir fengið viburkenningu eða
heiðursmerki frá konungi, eins og mörg dæmi sanna.
Petta er gert til þess að hvetja þá menn, sem best
standa að vígi í þjóðfjelaginu og mestu ráða, til nyt-
samra framkvæmda, dugnaðar og manndáðar. fað þykir
nauðsynlegt, og enginn getur heldur með sanni neitað
því, að þess sje þörf.
En mundi þá ekki líka vera full þörf á því, að
hvetja vinnuhjú, konur sem karla, til dugnaðar og trú-
mensku, og veita þeim verðlaun, eins og öðrum, fyrir
dygga og góða þjónustu.
Jú, sannarlega, enginn getur efast um það. Enginn
getur heldur efast um, hve verk vinnuhjúanna eru þörf
fyrir þjóðfjelagið, ef þau eru vel og trúlega af hendi
leyst.
Vinnuhjúin eru eða hafa að minsta kosti til skamms
tíma verið hinn fjölmennasti flokkur fullorðinna manna á
íslandi. En hvað hafa landsmenn allir í sameiningu gert
til þess að sýna duglegum og dyggum jyrirmyndarhjúum
viðurkenningu? Er það eigi undarlega lítið? Er það
hyggilegt? Er það búmannsvit? Er það vansalaust fyrir
þjóðina?
Búnaðarfjelagið byrjaði að vísu á því 1905, að veita
vinnuhjúum verðlaun, og hefur gert það síðan, en það er
gert af opinberu fje. Vinnumenn fá göngustafi eða svip-
ur, vinnukonur skeiðar, skúfhólka, bækur o. fl. Hæstu
verðlaun eru 15 kr., og var varið til þeirra allra 200 kr.
á ári í fyrstu, en síðan bætt 5° kr. við. Þetta er betra en
ekki, og hefur eflaust glatt þau góðu, gömlu hjú, sem hafa
fengið þessa muni í viðurkenningar skyni. En verðlaun
þessi eru langt of lítil, og hafa eigi í sjer fólgna þá upp-
örvun, sem með þart. Til samanburðar má geta þess, að
1914 var varið 5775 kr. til verðlauna handa bændum og
búandi embættismönnum fyrir jarðabætur mestmegnis á