Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Blaðsíða 81
Verðlaunasjóður handa vinnuhjuum
81
krónur fyrir hverja jörð, eins og hundruðin eru í jörðinni,
sem gefið er fyrir; en eftir tillögunni t. a. m. 20 kr. fyr-
ir jörð, sem er 23 hndr. að dýrleika. Og bóndinn, eig-
andinn, þarf eigi einu sinni að greiða þessar 20 kr., nje
málið að stranda á honum, heldur getur hver gert það,
sem vill, einhver, sem vill jörðinni vel og hjúum þeim,
sem á henni eru, eða íslenskum sveitahjúum yfirleitt, því
að líkindi eru til, að þetta geti komið hjúastjettinni {
heild sinni að miklu liði, og landið þá notið góðs af.
Sá, sem vill hjúum vel eða bændum vel, getur gefið
fyrir einhverja jörð; einn getur gefið fyrir þá jörð, þar
sem hann er fæddur og uppalinn; annar fyrir þá jörð,
þar sem hann hefur átt besta daga, eða honum þykir
vænst um, o. s. frv. fannig hefur höfundur þessa máls
sagt mjer, að hann ætlaði að gefa þær 100 kr., sem
hann hefur heitið, ef málinu verður sint, fyrir fjórar jarð-
ir. Vinnuhjú, sem enga eiga erfingja, geta arfleitt
einhverja jörð að tillagi í sjóðinn, svo að öðr-
um góðum hjúum geti komið það að gagni. Auðvitað
stendur jarðeigendum og ábúendum einna næst að gera
slíkt, hverjum fyrir sína jörð og hjú, en vinnuhjúin sjálf
geta líka tekið sig saman og hjálpað til.
þannig eru ótal ráð til þess að koma sjóði þessum
á fót með hægu móti, enda mun þjóðinni veita það
harðla ljett, ef viljann vantar ekki. Aðalatriðið er,
að einhverjir verði til þess að byrja; svo
koma aðrir á eftir.
í þessu málefni er ástæða til þess að íhuga það,
hve mikið gott og gagnlegt má gera með samvinnu,
ef allir eru með og leggja saman, hálft lambsvirði fyrir
litlar jarðir eða kindarverð fyrir stærri jarðirnar í eitt
skifti fyrir öll. Hvern munar um þaðf Og svo kann ef
til vill að verða valin kind eða lamb til þess, sem annars
mundi farast úr hor eða á annan hátt hinn næsta vetur,
6