Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Side 67
Lýsing á Pingeyraklaustri
67
sjeö á íslandi, og var yfir honum himinn með fallegum
litum; þann grip hafði lögmaður og gefið. Og að hon-
um látnum ljet ekkja hans gera hökul úr brúðarkjól sín-
um, er hún að eins hafði borið einu sinni, var hann úr
bláu damaski, alsettur gullnum rósum; krossinn var úr
rauðu, sjaldgæfu túbín-silki, og voru ekta gullgalónur
kniplaðar beggja megin á krossinn, utan og innan.
Pennan hökul gaf hún kirkjunni, er hún var orðin ekkja,
og er hann var nýr, þótti mönnum hann fágætasti hökull
í landinu. I stuttu máli, Gottrúp lögmaður og kona hans
ljetu ekkert á skorta, að gera hvað þau gátu, til þess að
kirkjan yrði skrautlegasta kirkjan á íslandi, með árlegri
umhirðing og aðgerðum.
Kirkjugarðsgirðingin var úr torfi, há og þykk, með
tveimur hliðum, var annað út að klausturgarðinum með
4 stólpum, bitum yfir bogadregnum hurðum með lásum;
hitt hliðið var stærra og úr sterku timbri, en eins í lag-
inu hvað stólpa og bita snerti, voru þar hengdar upp
3 eða 4 allstórar kirkjuklukkur. Undir bitunum voru
grindur á báðar hliðar, þar eð hliðið var breitt, og tvenn-
ar grindadyr, með lásum fyrir. Aðrar dyrnar lágu inn að
kirkjunni, og var þeim upp lokið í hvert skifti sem hringt
var, en hinar sneru út að kirkjugarði, og var þeim upp
lokið, þegar lík voru færð til kirkju.
Gottrúp lögmaður ljet með mikilli fyrirhöfn leiða vatn
nálægt staðarhúsunum með ræsi, og byggja sjerstakt lítið
hús yfir; ætlaði hann sjer að leiða það alveg heim að bæ,
og láta setja þar niður vatnspóst, en þar eð bæjarhúsin
stóðu hærra og mikla vinnu þurfti til þessa, dróst það
þangað til hann dó. Nálægt brunnhúsinuvoru garðar
hans, sem hann hirti afbragðsvel meðan hans naut við,
x) »Vandhuset«, líkl. hús það, sem nefnt er rjett áður, en orðið
getur líka á dönsku táknað »kamar«.
5'