Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Qupperneq 83
Verðlaunasjóður handa vinnuhjúum
83
gert með góðvild og uppörvun, stjórnsemi og viðurkenn-
ingu. Pví má eigi heldur gleyma, að vinnuhjúin eiga
ekki ein sök að máli, þótt þau sjeu eigi eins og þau
ættu að vera. fví miður er uppeldi margra mjög ábóta-
vant, ekki að eins hjúanna, heldur og sumra húsbænda
og húsmæðra. Pví miður kunna margir húsbændur ekki
að stjórna nje segja vel fyrir verkum. Sumir hafa aldrei
lært að hlýða, áður en þeir byrja búskap, og þá er
sjaldan von á góðri heimilisstjórn. Mörgu er því ábóta-
vant hjá báðum málsaðilum, og verða sem flestir að
leggjast á þá sveifina, sem miðar að því að bæta úr ó-
laginu, og að því miða verðlaunin meðal annars.
Jeg efast eigi um, að það sje rjett, sem sextuga
konan segir. Jeg hef sjeð nokkuð af því sjálfur, og get
bætt því við, að nokkrar af þess konar stúlkum eru á
hinum síðustu árum teknar að fara hingað til Hafnar.
Pær treysta því, að þar, sem enginn þekkir þær, geti
þær leyft sjer alt; en fái þær vist á góðum heimilum, er
þeim skjótt vísað burtu, er það kemur í ljós, hvernig
þær|Jeru. Tvær af þeim komust í hegningarhúsið i fyrra,
því að hjer helst mönnum ekki uppi óknyttir og ill hegð-
un til lengdar. Hjer er betra eftirlit en á íslandi, meiri
regla og stjórn, ekki síst af hálfu yfirvaldantia. Petta
þurfa þær að vita.
Ef húsbændur á íslandi kynnu alment vel að stjórna,
þá mundu hjúin læra af þeim og taka framförum. En
sum heimili eru því miður svo, að hjú geta eigi tekið
þar neinum framförum. Húsbændurnir hafa fátt lært svo
v e 1, að aðrir geti lært v e 1 af þeim. Sum algeng verk,
sem allir ættu að kunna, kunna menn eigi vel, þótt þau
hafi verið algeng frá upphafi Islands bygðar, og sum
hafa gleymst á fyrri öldum. Jeg vil hjer nefna a ð
plægja. Pað er verk, sem allir bændur og vinnumenn
í sveit ættu að kunna, og framan af öldum kunnu ís-
6*