Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Side 103
Frá Róm á dögum keisaranna
103
’því aö þeir eru svo afarmargir, sem hlut eiga aö máli.
Pví margir á öllum aldri, af öllum stjettum, konur sem
karlar, eiga og munu eiga það á hættu, að verða til-
nefndir sem sekir. Eins og sóttnæmi hefur hjátrú þessi
breiðst út, eigi að eins í bæjum, heldur og í þorpum og
i sveitum; en mjer virðist þó mögulegt að stöðva, já, að
uppræta sýkina. Svo mikið er að minsta kosti víst, að
menn sækja nú aftur til hofanna, sem áður stóðu nálega
alveg tóm, og að menn færa aftur fórnir, sem þeir voru
fyrir löngu hættir að gera, og að fórnardýr eru seld víðs-
vegar, en áður vildi sjaldan nokkur kaupa þau. Hjer af
má ráða, hve margir menn geta tekið betrun, ef þeir fá
tíma til umhugsunar og iðrunar.«
»Trajan til Pliniusar.
Við rannsóknina gegn þeim, sem voru sakaðir fyrir
‘þjer um kristni, hefur þú, kæri Secundus minn, valið þá
aðferð, sem þú áttir. Pað er ekki hægt að setja hjer
neina reglu, sem fylgja megi alstaðar. Pað má ekki
grafa þá upp. Ef sagt er til þeirra og þeir ákærðir,
verður að refsa þeim, þó þannig, að sá, sem neitar að
hann sje kristinn og í verkinu, þ, e. a. s. með því að
tilbiðja guði vora, sýnir það, hann skal fá fyrirgefningu
fyrir iðrun sína, jafnvel þótt fortíð hans sje grunsamleg.
Nafnlausar uppljóstranir skal aldrei taka til greina; það
mundi verða ilt dæmi til eftirbreytni og skömm fyrir
vorn tíma.«
B. Th. M.