Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Qupperneq 26
2Ó
I’orv. Thoroddsen
Hinn 27. júní komust þeir fjelagar loksins frá Kiva
og voru fegnir að sleppa við hinar endalausu blessanir
og umfaðmanir hinna trúuðu. Nú voru allir munkarnir
betur útlítandi en áður, flestir orðnir sællegir, í nýlegum
fötum, með nóg nesti og töluvert skotsilfur, og allir
höfðu einhvern reiðskjóta; svona gjafmildir höfðu Kiva-
búar verið við þá. Sjálfur reið Vambéry hinum hvíta
asna, konungsnauti, og hafði fengið 135 kr. í skildingum
fyrir eintómar signingar og áblástra, enda fanst mörgum
sjúklingum strax linast verkurinn, þegar Vambéry bljes á
krankleikann. Peir fjelagar ætluðu nú til Buchara og
voru fluttir yfir Amú darja með ösnum og úlföldum á
stórum flatbotnuðum bátum; áin er mjög breið og vatns-
mikil og ganga ótal kvíslir og síki út úr henni. Svo
urðu þeir að fara yfir Kalata-eyðimörk, alllanga leið, til
borgarinnar Buchara, sem stendur við kvíslir úr fljótinu
Serafschan; því er veitt um stórt hjerað með vatnsveit-
ingaskurðum, og hefur vatnið skapað þar blómlega bygð.
Peir fjelagar flýttu sjer alt hvað þeir gátu inn í eyði-
mörkina af hræðslu við ræningjasveit, sem þeir höfðu
frjett til; voru því ekki útbúnir með vatn sem skyldi.
Þegar þeir voru nærri komnir yfir eyðimörkina, fengu
þeir hræðilegan sandbyl, og lá við sjálft, að þeir mundu
farast, nokkrir úlfaldar drápust og einn af pílagrímunum
sálaðist úr þorsta. Vambéry varð líka mjög veikur af
hita og vatnsleysi, leið í ómegin og var nærri dauða;
þegar hann raknaði við, voru hjarðmenn að stumra yfir
honum og dreypa á hann vatni; þetta voru persneskir
þrælar, sem áttu að gæta sauða og lestamenn hittu við
útjaðar eyðisandanna, þegar sandbylnum slotaði. Eftir
7 daga ferð yfir eyðimörkina, komu þeir til Buchara.
Mönnum þótti þar útlit Vambérys grunsamlegt, og voru
njósnarmenn altaf á vakki kringum hann, hvar sem hann
fór, til þess að sjá, hvort þeir yrðu einskis varir. í Buc-