Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Side 26

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Side 26
2Ó I’orv. Thoroddsen Hinn 27. júní komust þeir fjelagar loksins frá Kiva og voru fegnir að sleppa við hinar endalausu blessanir og umfaðmanir hinna trúuðu. Nú voru allir munkarnir betur útlítandi en áður, flestir orðnir sællegir, í nýlegum fötum, með nóg nesti og töluvert skotsilfur, og allir höfðu einhvern reiðskjóta; svona gjafmildir höfðu Kiva- búar verið við þá. Sjálfur reið Vambéry hinum hvíta asna, konungsnauti, og hafði fengið 135 kr. í skildingum fyrir eintómar signingar og áblástra, enda fanst mörgum sjúklingum strax linast verkurinn, þegar Vambéry bljes á krankleikann. Peir fjelagar ætluðu nú til Buchara og voru fluttir yfir Amú darja með ösnum og úlföldum á stórum flatbotnuðum bátum; áin er mjög breið og vatns- mikil og ganga ótal kvíslir og síki út úr henni. Svo urðu þeir að fara yfir Kalata-eyðimörk, alllanga leið, til borgarinnar Buchara, sem stendur við kvíslir úr fljótinu Serafschan; því er veitt um stórt hjerað með vatnsveit- ingaskurðum, og hefur vatnið skapað þar blómlega bygð. Peir fjelagar flýttu sjer alt hvað þeir gátu inn í eyði- mörkina af hræðslu við ræningjasveit, sem þeir höfðu frjett til; voru því ekki útbúnir með vatn sem skyldi. Þegar þeir voru nærri komnir yfir eyðimörkina, fengu þeir hræðilegan sandbyl, og lá við sjálft, að þeir mundu farast, nokkrir úlfaldar drápust og einn af pílagrímunum sálaðist úr þorsta. Vambéry varð líka mjög veikur af hita og vatnsleysi, leið í ómegin og var nærri dauða; þegar hann raknaði við, voru hjarðmenn að stumra yfir honum og dreypa á hann vatni; þetta voru persneskir þrælar, sem áttu að gæta sauða og lestamenn hittu við útjaðar eyðisandanna, þegar sandbylnum slotaði. Eftir 7 daga ferð yfir eyðimörkina, komu þeir til Buchara. Mönnum þótti þar útlit Vambérys grunsamlegt, og voru njósnarmenn altaf á vakki kringum hann, hvar sem hann fór, til þess að sjá, hvort þeir yrðu einskis varir. í Buc-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.