Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Blaðsíða 63
Lýsing á fingeyraklaustri
63
var steinlagður, rjett eins og borgarstræti, allur ferhyrn-
ingurinn hjer um bil 7—8 faðma á hvern veg, og í hon-
um miðjum var reistur upp digur grenibjálki, og var of-
an á hann bygt dúfuhús, sem var eins og hringmynduð
keila, á því voru margir gluggar, og bar það við, að
íslenskir smáfuglar komu þangað líka, til að byggja sjer
hreiður og klekja út ungum. Við hlíðina á þeirri svo
kölluðu reiðingsskemmu eða amboðahúsi var enn annað
hús, er nefndist kvarnarskemma, og var þar stór hand-
kvörn með öliu því, er til heyrði af verkfærum, tunnum
og þesskonar, og voru tveir menn í einu vanir að mala
þar korn og malt. Hús þetta var rjett suðvestan við
dyrastólpa portsins; allir veggirnir voru úr torfi, en
fallega gerðir og tilsettir eins og þeir ættu að vera í
borg. í stuttu máli, á öllu Islandi var ekki á þeim tíma
neinn bær, sem var eins veglegur og Pingeyraldaustur,
og hef jeg þó verið á ölium þeim stöðum, sem helstir
hafa verið taldir á minni tíð þar á landi. Að vísu voru
þá á þeim tíma tvenn timburhús á kóngsgarðitium
Bessastöðum, annað ætlað amtmanni, hitt landfógeta, en
nú mun þar bygt skrautlegt steinhús. En að því er all-
an staðinn og útbúning hans snerti var ekki hægt að
jafna byggingunni þar á við Pingeyrastað. Mest var þó
varið í klausturkirkjuna, sem var fegursta kirkjan á land-
inu, og skal jeg segja meira frá henni síðar. Fyrir utan
garðinn var hús, er nefndist smiðja, og vann þar járn-
smiður; (það var utan garðs) til þess að eldurinn skyldi
ekki granda staðarhúsunum, ef svo kynni til að bera, að
kviknaði í smiðjunni. Pá var annað prýðilegt hús, þar
sem húsfógetinn eða umboðsmaður klausturhaldarans var
að deginum til á sumrin til þess að líta eftir vinnufólkinu.
Rjett fyrir utan hliðið voru sljettar traðir, svo breiðar,
að 6 til 8 hestar gátu gengið þar samhliða, með torf-
veggjum beggja megin, út á túnsporðinn. [Túnið var