Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Side 82
«2
Bogi Th. Melsteð
en um það kann enginn að vita með vissu. Hins vegar
verður enginn fátækur af því, þótt hann gefi einstaka
sinnum tillag til góðra og nytsamra fyrirtækja eða fram-
kvæmda, en margir af því, að þeir stjórna fje sínu illa,
eyða því í einlægan óþarfa, sumir daglega meira eða
minna; svo hafa þeir aldrei ráð á að styrkja nýtileg
fyrirtæki. Pað virðist næstum ótrúlegt, hve mikið sum-
um tekst að gjöra gott, þótt þeir hafi ekki miklar tekjur,
ef þeir kunna að fara vel með fje.
V.
Eins og þegar er sýnt, geta íslendingar hæglega
með samvinnu á fám árum komið á fót álitlegum verð-
launasjóði handa vinnuhjúum. En sumum kann að virð-
ast það óþarfi, og vinnuhjúin bæði vera orðin fá og alls
ekki eiga það skilið.
Vinnuhjúum hefur fækkað mjög á hinum síðustu ár-
um, en þeim getur fjölgað aftur. Engin líkindi eru til
annars, en að ávalt verði margar konur og karlar í vist
á íslandi, rjett eins og í öörum mentuðum löndum.
En vinnuhjúin versna, og eru oröin svo vond, að
þau eiga engin verðlaun skilið, segja sumir.
Hjer er eigi um það að ræða, að veita þeim verð-
laun, sem verst eru, heldur hinum dyggu og góðu, og
enn eru mörg góð hjú á lslandi. Og svo er
hjer um það að ræða, að hvetja þau hjú, sem hafa góða
hæfileika, til þess að nota þá sem best, svo að þau
verði dugleg og góð hjú.
22. apríl í vor stóð í »Norðurlandi« fróðleg grein,
mjög vel rituð, um vinnukonur fyrir 40 árum og nú á
dögum eftir sextuga konu. Pað var orð í tíma talað og
auðsjáanlega af reynslu, en á því ólagi, sem er að kom-
ast á, þarf að reyna að ráða bætur, og það verður best