Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Side 16
í’orv. 'l'horoddsen
ló
lcggja á stað til hryðjuverka, og þeir lesa fyrirskipaðar
bænir sínar oft á dag milli illverkanna. Eins er það al-
kunnugt, að ræningjar á Ítalíu og Spáni hafa látið sjer
mjög ant um alla helgisiði, líkt og flestir hinir íslenzku
manndráparar á Sturlungaöld,
Með þessum förumunkahóp hjelt Vambéry á stað
frá Teheran 28. marz 1863. Sumir voru gangandi með
staf og skreppu, sumir riðu á ösnum, en svo höfðu þeir
í sameiningu nokkra úlfalda undir áburð. Framan af var
ekki laust við, að Vambéry hefði viðbjóð á förunautum
sínum, en varð smátt og smátt að sætta sig við allan
óþrifnaðinn; allir voru þeir afar-tötralega búnir, óhreinir
og lúsugir, og þegar Vambéry var tekinn í bræðralag
þeirra, varð hann að kyssa og faðma alla þessa nýju
bræður sína. Eftir fornum sið var alt etið með fingrun-
um úr sameiginlegri skál, sem allir grufla í; þykir það
sjerstök vinsemd, að veiða feitan bita upp úr og stinga
honum upp í sessunaut sinn, og í gestaboðum er það
almenn kurteisisskylda við húsbóndann, að ropa hátt og
mikið, þegar menn hafa etið nægju sína. Frá Teheran
fóru þeir fjelagar beina leið norður að Kaspíhafi, fyrst
um sanda og eyðisljettur og svo yfir Elbrusfjöll, um
fagra skógivaxna fjallshryggi og dali, um persneska hjer-
aðið Masenderan niður að sjó. Þar bjuggu alstaðar
Schítar á þeirri leið, og voru þeir ybbnir við förumunka
og sýndu þeim fyrirlitningu með því að hrækja á þá og
á ýmsan annan hátt. Pegar þeir fóru gegnum þetta fagra
hjerað, töluðu förunautar Vambérys um það, hve misskift
kjör manna og þjóða væru og undarlegar ráðstafanir
drottins, að láta sanntrúaða menn vanalega búa í hrjóstr-
ugum eyðimerkurlöndum, en hina vantrúuðu í hinum feg-
urstu og blómlegustu hjeruðum. Síðan fóru þeir sjóveg
yfir flóa á Kaspíhafinu til Gömysch tepe, og voru nú
komnir út úr Persíu í hið eiginlega Tyrkmenaland, og