Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Qupperneq 10
lo l’orv. Thoroddsen
i
danskur konsúll og vildi því eðlilega læra að skilja
dönsku; Vambéry kendi honum svo, að hann varð fær
um að lesa »Berlingske Tidende« og komst fram úr
dönskum skáldsögum; en ver gekk með Tyrkjann; hann
var blóðlatur og nenti ekki að lesa eða reyna á sig, en
lifði í vellystingum praktuglega; hafði Vambéry þó gott
af honum á þann hátt, að hann í húsi hans kyntist ríkis-
fólki og embættismönnum í Stambul. Smátt og smátt
stje Vambéry hærra og hærra, þegar hann komst í sam-
band við menn, sem kunnu að meta hina óviðjaftianlegu
hæfileika hans; varð hann nú kennari í húsum ýmsra
tyrkneskra stórhöfðingja, ríkismanna og ráðherra, og var
brátt boðinn og velkominn hvar sem var í samsæti og
samkomur heldri manna.
Vambéry varð brátt gagnkunnugur öllum trúbragða-
siðum Múhamedsmanna, nákunnur fræðibókum þeirra og
kunni langa kafla úr kóraninum utanbókar, átti stundum
kappræður við lærða guðfræðinga um ýmisleg flókin trú-
bragðaatriði og þótti farast mjög vel og skarplega í þeim
úmræðum. Ekki vildi hann þó taka Múhamedstrú, en
allir þeir, sem ekki voru honum nákunnir, hjeldu hann
væri þeirrar trúar, eins lærður og hann var í öllu þar að
lútandi. Honum var nú gefið nýtt nafn, og upp frá því
var hann jafnan á Austurlöndum kallaður Reshid Effendi.1)
Þau fjögur ár, sem Vambéry var í Konstantinopel, kynt-
ist hann háttum og menning Tyrkja betur en flestir aðrir
Evrópumenn og hefur samið bækur þar að lútandi mjög
fróðlegar og skemtilegar.2) í Stambúl gaf hann líka út
*) Eflfendi, herra, er hjá Tyrkjum ávarpsnafn heldri manna og
lærðra manna, sem ekki hafa nafnbæturnar Pascha eða Bey.
*) Úrval af ritgjörðum Vambéry's um lifnaðarhátt Múhameds-
manna, einkum Tyrkja, hefur verið þýtt á dönsku: »Kulturskildringer fra
Orienten«, Kobenhavn 1877, 347 bls. 8°. Annar Evrópumaður, Englend-