Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Síða 56
56
Sigfús Blöndal
Lýsing á Þingeyraklaustri á
fyrri hluta 18. aldar.
Kafli úr æfiminning
Sira Ólafs Gislasonar.
Inngangur.
í vetur er leið var á Konunglega bókasafninu hjer í
Höfn verið að raða ýmsu gömlu brjefarusli og skjölum,
er snerta einstaka menn. Fanst þá í bunkanum allstórt
brot af æfisögu íslensks prests, síra Ólafs Gíslasonar.
Hún er á dönsku, rituð af honum sjálfum og sennilega
eiginhandarrit. Hún er samin, er hann dvaldi í Kaup-
mannahöfn árin 1790—91, má ráða það af nokkrum
stöðum í textanum. Handritið er nú 64 bls. í arkarbroti
á lausum blöðum, og er einungis fyrri hluti æfisögunnar;
mikil eyða er í það, vantar mestalla skólatíð og framan
af embættisárum síra Ólafs (milli bls. 33 og 34). Fað er
greinilega skrifað, með nokkuð stórkarlalegri snarhönd.
Pað hefur nú fengið merkið Ny kongelig Samling
1692, folio.
Skal hjer nú lauslega skýrt frá höfundinum og rit-
störfum hans, og er það mest sumpart eftir æfisögunni
sjálfri, sumpart eftir Prestaæfum Sighv. Grímssonar Borg-
firðings, og hefur próf. Finnur Jónsson, sem hefur hand-
ritið af þeim í vörslum, góðfúslega leyft mjer að nota
það. —
Síra Ólafur Gíslason er fæddur á Steinnesi í Húna-
vatnssýslu 1727 og var sonur síra Gísla Jónssonar, er
þá var prestur á Pingeyrum, síðar prests í Saurbæjar-