Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Side 58
5«
Sigfús Blöndal
og fekkst tiokkuð við ritstörf. Prentað er eftir hann þýð-
ing á Sigvard Lycke, Einn lijtill iðrunar spegill . . . Hól-
um 1775. Enn fremur þýddi hann »Almagt udi Afmagt*
eftir P. Hersleb, en það rit hefur víst aldrei verið prent-
að.1) Pá er æfisagan, sem hjer er prentað brot úr.
Ýmislegt er merkilegt í henni, en það sjest, að víða er
frásögnin óskipuleg, án þess þó sje hægt að segja, að
hún sje lík riti geðveiks manns. Magnús Ketilsson er
honum meinilla við og er altaf að hnýta í hann. Hefur
óvinátta þeirra stafað frá skólaárunum. Pví miður vantar
aftan af æfisögunni kaflann um aðalmálin, og er því erf-
itt dóm á að leggja, en líklegt er, að skjölin um mála-
ferli síra Ólafs sjeu enn til í skjalasöfnum hjer eða á Is-
landi, og þyrfti sá, er ritaði æfisögu Magnúsar Ketilssonar,
að rannsaka þau. En vitanlega mun enginn fara að dóm-
fella eins ágætan mann og þarfan lýð og landi og Magnús
var fyrir orð síra Ólafs ein.
Ur æfisögunni hef jeg þýtt einn kaflann, sem mjer
fanst merkilegur, að því leyti, að þar er nákvæm og
skipuleg lýsing á íslensku höfðingjasetri á fyrri hluta 18.
aldar. Má að vísu vera, að höfundinn hafi mismint um
einhver smáatriði, en yfirleitt finst mjer lýsingin bera
það með sjer, að hún sje rjett. Ætti Pingeyraklaustur
það skilið og fleiri gömul höfuðból, að rituð væri saga
þeirra, og þá helst gerðir uppdrættir af gömlum leifum,
ef hægt er. Ættu þeir, er nú og framvegis kunna að
ráða fyrir slíkum stöðum, að sjá sóma sinn í því að
vernda frá glötun þær fornar leifar, sem enn kunna að
finnast. Og verði þessi útgáfa á hinni gömlu lýsingu
Pingeyra eftir síra Ólaf til þess að hvetja einhverja til
að safna því, sem hægt er, og til að rita meira um það
Svo segir Einar Bjarnasorj í Fræðimannatali sínu. Dr. Valtýr
Guðmundsson hefur góðfúslega leyft mjer að nota eiginhandarritið.