Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Side 62
Ó2
Ólafur Gíslason
dyrum timburstofunnar. Uppi yfir var laglegur loftsalur,
og bjó klausturprestur þar; þar fyrir innan var annar
loftsalur, sem stundum var fyltur með fjallagrösum, sem
íslendingar nota til fæðu, stundum með mjöli, en stund-
um án. Pessi loftsalur var stundum notaður handa gest-
um. Fóstri minn, Ásmundur Eyjólfsson, bjó þar venju-
lega, þegar hann var á klaustrinu, og svaf jeg hjá hon-
um á næturnar. Fyrir innan voru öðru megin tvær
geymslustofur, en hinu megin eldhús og eldiviðarhús
(sem var mór, sem þar er tekið mikið af úr jörðu). Par
fyrir innan var stór svo kölluð baðstofa, þar sem vinnu-
fólkið sat við vinnu sína á vetrum, jafnt konur sem karl-
ar. í öðrum enda baðstofunnar var fallegt kamers, þar
sem klausturpresturinn var vanur að dvelja, þegar hon-
um þótti of kalt uppi á loftsalnum, og Bjarni sýslumað-
ur Flalldórsson, sem kom á klaustrið eftir móðurbróður
minn, Jóhann Gottrúp, var þar altaf á vetrum, þar eð
timburhúsið var þá orðið of hrörlegt; hann ljet setja þar
kakalofn, og í því herbergi dó hann að lokum. Vinstra
megin við garðsdyrnar var stórt hús, sem á íslensku
nefndist skáli, það var svefnhús heimamanna (vinnufólks-
ins), og þar var minni háttar gestum vísað til sængur;
fimm rúmstæði voru þar fram með hvorum vegg, en tvö
fyrir gafli, því húsið var alt að 7 álna breitt að innan.
Loftsalir voru í tveim þriðju hlutum þess, hið innra og
fram að dyrum. Djákninn bjó í þeim, sem sneri út að
garðsdyrunum, en saumakona í hinum, sem annaðist sjer-
staklega um sauma á klæðum vinnufólksins. Innri hliðin
á þessum svo kallaða skála sneri beint að hlið timbur-
stofunnar, en úthliðin gegn vestri. Milli skálans og garðs-
hliðsins voru enn tvö hús, var hið fyrra nefnt reiðings-
skemma, og voru þar geymd reiðtygi og amboð vinnu-
fólksins; inngangurinn í það hús var utan garðs, til þess
að ekki væri farið með hesta inn í sjáifan garðinn, sem