Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Qupperneq 74
74
Magniís Jónsson
það bjargaði einni einustu skipshöfn, sem annars færi í
sjóinn. Yfir þessu hafa menn verið að barma sjer bæði
fyr og síðar, en aldrei hefur orðið neitt úr framkvæmd-
um. Jeg hripa þetta úti í Gribs-skógi á Sjálandi og hef
engin íslensk gögn við hendina, en mig minnir, að jeg
hafi nýlega sjeð góða blaðagrein um þetta eftir Sveinbj.
Egilsson. Sama skipið gæti haft á hendi nauðsynlegt
eftirlit bæði að því er lögreglu, toll, fiskiveiðar og annað
snertir og jafnframt verið til afnota bæði fyrir sjómanna-
og íþróttaskóla.
Sú deild íþróttaskólans, er aðallega fengist við frjáls-
ar íþróttir, yrði að vera sem hreifanlegust. Skíða- og
skautaferð lægi næst að kenna langt upp til sveita og
sameina þetta ferðalagi, þegar undirstaðan væri fengin.
Pýðingarmikil kenslugrein er alt, sem að ferðalagi lýtur,
meðferð á hestum og búningur upp á þá, útbúnaður með
vagn og sleða og þá líka alt vetrarferðalag: að kunna að
byggja snjóhús, grafa sig í fönn undan hríð og alt þess
konar. í öllum þessum greinum er víst fremur afturför
en hitt, og því er þýðingarmikið, að fornum fróðleik í
þessu efni sje haldið á lofti. —- Sundkenslu verður að
leita á sjerstökum tíma árs og á viðeigandi stað, og svo
er um sitthvað fleira; en svo eru aðrar listir, sem má
stinga inn hvar sem vera skal, svo sem glímur og önnur
vanaleg leikfimi, skylmingar, skot, hlaup, gangur og alt
þess konar.
Sumt af þessu á eins vel heima í stælingardeild,
sem jafnframt má brúka tii þess að festa það, sem kent
hefur verið, og bæta við, þar sem kensla í einhverri
grein einhverra orsaka vegna hefur orðið út undan í fyrri
deildum.
Par sem til er ætlast, að kenslan síðar yrði almenn-
ingi til gagns, ætti að bjóða nemendum nokkurn veginn
sæmileg kjör, svo færri kæmust að en vildu og hægt