Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Qupperneq 9
Arminius Vambéry
9
béry fæði mestalla ferðina. í Svartahafinu fengu þeir
storm og stórsjó, og þótti Vambéry tnikiö til koma, að
sjá hafrótið í algleymingi, því hann hafði aldrei fyr kom-
ið á sjó.
Nú var Vambéry loksins búinn að fá ósk sína upp-
fylta, var kominn austur til Miklagarðs, stóð einmana og
allslaus á Galatabrúnni innan um blaðrandi skríl af alls
konar þjóðum og tungum, en hafði hvergi höfði sínu að
að halla. En hjer var margt nýstárlegt, margt einkenni-
legt og óvanalegt og sumt fáránlegt og fjarstætt öllum
venjum Evrópumanna. Vambéry rakst þar af tilviljun á
fátækan landa sinn, sem bauð honum til herbergis síns
og ljeði honum helming af legubekk fyrstu næturnar. Eá
var fjöldi Ungara í Konstaninopel, af því óeirðirnar voru
nýafstaðnar og margir höfðu forðað sjer þangað, sem
eitthvað áttu sökótt við Austurríkis-stjórn. Framan af
átti Vambéry mjög erfitt uppdráttar í Stambul, en með
hinu óviðjafnanlega tungumálanæmi sínu og lipurleik að
haga sjer eftir öllum hinum örðugustu kringumstæðum,
tókst honum fljótt að ná hljóðfalli almúgamálsíns og
kynna sjer hugsunarhátt Múhamedsmanna, og alla hina
einkennilegu siði þeirra; hafði hann um stund ofan af
fyrir sjer með því, að segja sögur og þylja tyrknesk
kvæði á veitingahúsum á kvöldin. Eað er enn aðal-
skemtun alþýðumanna þar eystra, að hlusta á skáld og
sagnaþuli í samkvæmum, eins og Islendingar til forna,
því mjög fáir kunna að lesa.
Úr þessu fór að birta fyrir Vambéry, og mátti heita,
að hann sækti hamingju sína til Miklagarðs; hann aug-
lýsti í blöðum kenslu í mörgum málum og fekk tvo
lærisveina; annar var ungur Tyrki, sem hafði erft mikið
fje og vildi fyrir fordildar sakir fá nokkra nasasjón af
frönsku, af því það þá var »fínt og móðins«; hinn var
kaupmaður af þýzkum uppruna, sem nýlega var orðinn