Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Page 9

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Page 9
Arminius Vambéry 9 béry fæði mestalla ferðina. í Svartahafinu fengu þeir storm og stórsjó, og þótti Vambéry tnikiö til koma, að sjá hafrótið í algleymingi, því hann hafði aldrei fyr kom- ið á sjó. Nú var Vambéry loksins búinn að fá ósk sína upp- fylta, var kominn austur til Miklagarðs, stóð einmana og allslaus á Galatabrúnni innan um blaðrandi skríl af alls konar þjóðum og tungum, en hafði hvergi höfði sínu að að halla. En hjer var margt nýstárlegt, margt einkenni- legt og óvanalegt og sumt fáránlegt og fjarstætt öllum venjum Evrópumanna. Vambéry rakst þar af tilviljun á fátækan landa sinn, sem bauð honum til herbergis síns og ljeði honum helming af legubekk fyrstu næturnar. Eá var fjöldi Ungara í Konstaninopel, af því óeirðirnar voru nýafstaðnar og margir höfðu forðað sjer þangað, sem eitthvað áttu sökótt við Austurríkis-stjórn. Framan af átti Vambéry mjög erfitt uppdráttar í Stambul, en með hinu óviðjafnanlega tungumálanæmi sínu og lipurleik að haga sjer eftir öllum hinum örðugustu kringumstæðum, tókst honum fljótt að ná hljóðfalli almúgamálsíns og kynna sjer hugsunarhátt Múhamedsmanna, og alla hina einkennilegu siði þeirra; hafði hann um stund ofan af fyrir sjer með því, að segja sögur og þylja tyrknesk kvæði á veitingahúsum á kvöldin. Eað er enn aðal- skemtun alþýðumanna þar eystra, að hlusta á skáld og sagnaþuli í samkvæmum, eins og Islendingar til forna, því mjög fáir kunna að lesa. Úr þessu fór að birta fyrir Vambéry, og mátti heita, að hann sækti hamingju sína til Miklagarðs; hann aug- lýsti í blöðum kenslu í mörgum málum og fekk tvo lærisveina; annar var ungur Tyrki, sem hafði erft mikið fje og vildi fyrir fordildar sakir fá nokkra nasasjón af frönsku, af því það þá var »fínt og móðins«; hinn var kaupmaður af þýzkum uppruna, sem nýlega var orðinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.