Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Side 15

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Side 15
Arminius Vambéry 5 um það fyrirfram, hve örðug slík langferð var fyrir hann haltan og veikbygðan, því mjög mikið af leiðinni varð hann að fara fótgangandi, og svo hitt, hve mikil andleg áreynsla það var, að vera sífelt á verði dag og nótt, gleyma sjer aldrei og koma ekki upp um sig. Pílagrímahópur sá, sem Vambéry var samferða, var frá Kasgar í Austur-Turkestan, er heyrir undir Kínaveldi. Peir komu frá Mekka og voru nú á heimleið yfir Persíu og Turan; þeir voru 24 talsins og foringi þeirra Hadschi Bilal reyndist Vambéry ágætlega. Tyrkneski sendiherrann í Teheran gaf Vambéry passa með innsigli Tyrkjasoldáns og kallaði hann þar Hadschi Reshid, þó hann hefði aldrei komið til Mekka,1) og kom þessi passi honum að góðu haldi síðar, því Tyrkjasoldán er í upplöndum Asíu hjá flestum Sunnítum tignaður sem verndari trúarinnar og rjettur kalífi. Flestir af förunautum Vambérys voru föru- munkar (dervisjar) eða ljetust vera það og lifðu á ferð- inni á ölmusum, sem þeir hlutu fyrir kóranþulur, fyrir- bænir og sálmasöng. Trúbrögðin hafa í Austurlöndum miklu meiri þýðingu fyrir hið daglega líf en í Evrópu, Múhamedsmenn eru flestir harðtrúaðir og trúa hverjum staf í kóraninum og sunna, og haga sjer vandlega eftir öllum helgisiðum; alt þjóðlífið, stjórnarfar og lög eru gagnsýrð og grómtekin af hugsunarhætti kóransins. Pó hafa trúarbrögðin lítil áhrif á hegðun manna og siðferði, framkvæmd allra trúarsiða er nóg til sáluhjálpar. Ræn- ingjar og morðingjar í Turkestan gleyma því aldrei, að láta presta eða munka signa sig og blessa, áður en þeir *) Pað er lögboðið í kóraninum, að allir Múhamedsmenn skuli einu sinni á æíi sinni fara pílagrímsferð til Mekka, en eftir að trú þeirra fekk mikla útbreiðslu um fjarlæg lönd, var mjög örðugt að framkvæma þetta boðorð, og tiltölulega fáir fara þessa ferð. Þeir, sem ferðast til Mekka, en það er fyrir flesta afarlöng og hættuleg ferð, fá tignamafnið Hadschi og bera það alla æfi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.