Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 172
172
STOFNUNARSÖFNHÁSKÓLA
hundraðshlutir. Síðan var áætlað, að hundraðshlutirnir yrðu 22 árið 1970. Sömu
tölur, sem heimild mín nefnir um ísland, eru þessar í sömu röð: 7.57, 8.83 og 141
(10, s. 271).
Aukning stúdentafjöldans eykur að sjálfsögðu þær kröfur, sem gerðar eru um
bókasafnsþjónustu. Mætti ætla, að hið aukna álag drægi úr æskilegri þjónustu
við sérfræðinga.
í þessu samhengi mætti og minnast þess, að kennsluaðferðir breytast. Ekki er
lengur litið á fyrirlestraraðferðina sem hina einu réttu. Handleiðsluaðferðin
ryður sér mjög til rúms, en í henni felst m. a., að nemandinn beiti sjálfstæðum
vinnubrögðum og notfæri sér bókasöfnin í ríkara mæli en áður (sbr. 21,
s. 10-11).
Ugglaust mætti nefna ýmsar fleiri orsakir en hér hafa verið tíndar til, en nú
verður látið staðar mrniið. Þeir liðir, sem nefndir voru, eru að sjálfsögðu hver
öðrum háðir og ekki aðgreindir eins og í þessari samantekt. Er það aðeins gert
lil glöggvunar. (Aðrar heimildir en þær, sem fyrr eru greindar: 5, s. 7—8; 23,
s. 44-45; 26, s. 2)
2. HLUTVERK HÁSKÓLABÓKASAFNA
Hlutverk háskólabókasafna er í megindráttum það að fullnægja þörf háskóla fyrir
baskur og annað efni, sem miðlar þekkingu. Starfsemi háskóla beinist að tvennu.
Þeir veita fræðslu og stunda rannsóknir. Með hliðsj ón af þessum þáttum - sem raunar
eru samtvinnaðir — hefur notendum háskólabókasafna verið skipt í tvo meginflokka.
Annars vegar eru stúdentar, sem eru í fyrri eða fyrsta hluta náms. Hins vegar eru
háskólakennarar, vísindamenn og þeir stúdentar, sem eru í síðari hluta náms eða fram-
haldsnámi. í grófum dráttum mætti segja, að fyrri hópurinn noti mikið rit almenns
eðlis, kennslubækur, handbækur og grundvallarrit. Seinni hópurinn notar meira sér-
fræðileg rit. Oft skiptist notkun lestrarrýmis milli þessara hópa þannig, að fyrri hóp-
urinn notar fremur lestrarsal aðalsafns, en seinni hópurinn sérstakar lesstofur eða
vinnuherbergi í stofnunum.
Þessa skiptingu má þó ekki taka of bókstaflega. Lestrarefni hópanna er ekki jafn-
afmarkað og hér er gefið í skyn. Skilin milli stúdenta fyrri og síðari hópsins eru
óglögg. Auk þess fer það eftir skipun háskólanáms á hverjum stað, hvar heppilegast
er að draga þau. Einnig má ætla, að þessi greinarmunur sé skýrari í stórum háskólum
en litlum. Er t. d. ekki óalgengt í Bandaríkj unum, að sérstökum söfnum, nýliðasöjn-
um (e. ‘undergraduate libraries’), sé komið upp fyrir stúdenta á lægsta stigi háskóla-
náms. En þótt erfitt sé að finna skýr mörk milli þessara hópa, sem nefndir hafa verið,
þá er munur þeirra óvefengj anlegur.
1 Við eftirgrennslan hjá Skólarannsóknum kom í ljós, að hundraðshlutir urSu 14.8 áriS 1970
skv. bráSabirgSaútreikningi.