Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Síða 7

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Síða 7
GRÍMUR M. HELGASON 7 meðal og héldu við eða kveiktu löngun til að lesa meira, fieiri sögur, fieiri ljóð, og vita meira, um fleiri lönd, fleiri þjóðir. Því hljóma enn í eyrum orð Sigurðar Guðjónssonar skipstjóra á Eyrarbakka, er hann var inntur eftir Jóni fyrir rúmum áratug: „Hann Jón í Simbakoti? Hann var einn af þessum þegjandi fjölda, sem haldinn var óslökkvandi þrá eftir bókum“.“ Grími þótti vænt um handritin og allt þetta fólk, er að baki þeim stóð. Og honum þótti einnig vænt um þá stofnun, er hann vann við, og hafði metnað fyrir hennar hönd, og hann var samstarfs- maður, sem öllum þótti vænt um. Menn leituðu oft til hans og fóru jafnan hressari af hans fundi. Gestir handritadeildar minnast hjálpsemi hans, hvort heldur var við að finna það, sem þeir leituðu að, eða ráða fram úr torræðum stöðum. Eg veit, að mönnum leið vel í handritadeild safnsins í návist Gríms og hins samhenta samstarfsfólks hans. Grímur var mjög tryggur átthögum sínum austur á landi, fór stundum austur og var mönnum þar til halds og trausts í ýmsum félags- og menningarmálum þeirra, auk þess sem Austfirðingar hér syðra leituðu óspart til hans. En væri Grímur M. Helgason lánsamur í störfum sínum og samstarfi og samneyti við aðra á vinnustað sínum, var hann ekki síður lánsmaður heima fyrir. Hann kvæntist 21. febrúar 1953 Hólmfríði Sigurðardóttur frá Raufarhöfn, hinni beztu konu og traustum lífsförunaut. Þau eignuðust sjö börn, er upp komust, íjóra syni, Sigurð, Helga, Grím og Kristján, og þrjár dætur, Vigdísi, Önnu Þrúði og Hólmfríði. Barnabörnin voru orðin átta. Það hefur verið mikið verk og ekki áhyggjulaust að koma hinum stóra barnahóp á legg, og Grímur vann mikið í tómstundum sínum. Hann vann t.a.m. ásamt Vésteini Ólasyni að útgáfu Islend- ingasagna með nútímastafsetningu í 9 bindum (1968-1976) og útgáfu þjóðsagna Sigfúsar Sigfússonar, fyrst um hríð ásamt Ósk- ari Halldórssyni, en eftir fráfall hans með Helga syni sínum. Þá vann Grímur ásamt Hallfreði Erni Eiríkssyni að útgáfu Blómstur- valla rímna á vegum Rímnafélagsins (Rit XI, 1976). Öll voru þessi verk og mörg önnur útgáfustörf, er hann sinnti, unnin af mikilli alúð og vandvirkni. Ég minntist þess aldrei, að Grímur léti í öllum sínum önnum eitt æðruorð falla eða hann kveinkaði sér nokkurn tíma undan lífskvöðinni. Því var það og, að maður gerði sér ekki grein fyrir því fyrr en mjög seint, hve lasinn hann í rauninni var síðustu mánuðina eða missirin, þegar sjúkdómur sá, er felldi liann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.