Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Page 10

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Page 10
10 LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON aðkomuvermanna í Bolungarvík, nam hann margt orða honum áður ókunn og sem betur voru geymd en gleymd. Glöggt má marka, hvílíkur fengur var fyrir mig að kynnast Finnboga, að vitnað er til hans 170 sinnum í Islenskum sjávarháttum auk dagbókanna. I námunda við Finnboga var annar sjómaður, sem hélt dagbæk- ur og var nokkuð fyrr á ferðinni en hann, en það var Einar Jónsson á Suðureyri í Súgandafirði. Hann byrjaði dagbækur sínar 1. janúar 1882 og hélt þeim töluvert gloppótt áfram til 1908. Bækur hans eru fimm bindi (Lbs. 3857-3861 4to). Nokkuð af orðum úr sjómannamáli í dagbókum Einars er ekki í dagbókum Finnboga né annars staðar svo ég viti. Nokkru eftir miðja síðustu öld og framan af þessari var Kristján Kristjánsson meðal sjómanna á Hjallasandi. Hann skrifaði dag- bækur 1873-1914 og hlutatölubækur 1860-1914 eða lengur en nokkur annar. Bækur Kristjáns eru í Handritadeild Landsbóka- safns (Lbs. 4022-4025 4to). Þess eru íleiri dæmi, að menn hafi skrifað sérstakar hlutatölubækur, en skemur en Kristján. Þótt ég hafí sérstaklega getið um orðafar í dagbókunum, er þar vitaskuld margt um vinnubrögð sjómanna yfirleitt. I sumum dagbókunum er ýtarlega sagt frá róðrum, ekki einungis veðrinu eða aflanum, heldur á hvaða miði var verið, hvort eitthvað bar uppá, ýmist til happa eða baga, t.d. að á venjulega lóð kæmi alinfiskiflyðra eða menn lentu í lóðasliti eða lóðaþræðingu við aðra báta og hvernig gekk að leysa úr henni. Þá var ekki látið ógetið, hvort á lóðina aflaðist betur á grunnslóð hennar eða djúpslóð. Yfirleitt er fátt látið ósagt, til þess að lýsingin á sjóferðinni verði sem ýtarlegust. Þess gætir t.d. allvíða í dagbókum Finnboga og endrum og sinnum hjá Níelsi á Gjögri. En auk sjóferðanna er greint frá, hvað menn höfðust að í landlegum, en sjaldan eins ýtarlega, og gat þá margt komið til greina og sumt fjarskylt sjómennsku. II Enn er ógetið þeirra dagbóka, sem ætlunin er að fjalla frekar um en þær fyrri, en það eru Minnisblöð Sigurðar Lynge á Akranesi. Þau, sem varðveitt eru, ná yfir tímabilið 1836-1881, en hann byrjar þau tveim árum fyrr, sjá mynd. Minnisblöðin eru í þrem pökkum í Handritadeild Landsbókasafns, Lbs. 1973 8vo, auk þess eru ýmis smáskrif Sigurðar í Lbs. 1972 8vo. Lengi framan af eru Minnis-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.