Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Side 15

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Side 15
MINNISBLÖÐ SIGURÐAR LYNGE 15 honum fram í apríl. Par sem Sigurður stundaði sjó, hefur kennsl- an farið eftir því, hvernig honum nýttist að frátökunum. En þar að kom síðar að hann sinnti barnafræðslunni meira en í byrjun. Sem að líkum lætur, var kennsla Sigurðar frumherjastarf á Akranesi. Varðveitt er ein ræða hans frá því er hann tók á móti nemendum sínum í upphafi kennslunnar. Þar skilar sér vel, hvað hann taldi helst vert að brýna fyrir ungmennum sínum. Fer hér á eftir brot úr þessari kveðju hans: „Eigið þið að keppast eftir að læra gott siðferði, en byrjun góðs siðferðis er það, að þið séuð hlýðin og eftirlát foreldrum ykkar og vandamönnum heima og prýða dagfar ykkar með góðri um- gengni við hvern mann á heimilinu, hvort hann á að sér meira eða minna. Þið viljið sem von er, að ykkur séu sýnd góð atlot og umgengni, og þá verðið þið að breyta eins við aðra, eins breyta þeir við ykkur. Þið eigið ekki að sýna foreldrum né vandamönnum neina heimtufrekju né óþakklæti, því það gjörir ykkur drambsöm og óhugþekk bæði þeim og öðrum. Eg veit mikið vel, að þið skiljið ekki þetta til hlítar sem yngst eruð, en þetta þurfið þið að skilja og læra. Hinum elstu ykkar, sem meira vitið, vil ég vekja athuga um að bera ykkur að vera fyrirmynd þeirra yngri í öllu góðu í því litla sem þið getið, því ef þið gjörið það, þá megið þið reiða ykkur á, að þið gangið á Guðs vegi og verðið af honum elskuð. Þið eigið því að varast allt ósamlyndi ykkar á milli, bæði á þessum stað og yfir höfuð hvert þið eruð samferða, og reynið af alefli að vaxa og þroskast í öllu sem gott er og Guði þóknanlegt, og munið eftir því, að þið eigið fyrir höndum að standa honum reikning á öllum ykkar hugsunum, orðum og athöfnum, því trúið mér, að ein- hverntíma verður það fyrr eða síðar. Foreldrar ykkar hafa falið mér hið vandasama og ábyrgðar- mikla verk á hendur að reyna að segja ykkur til að lesa og læra ykkar kristindóm og að skýra hann fyrir ykkur og væntanlega til þess að taka framförum í siðferðislegu tilliti. En með því ég er öllum ófærari til þess, þá er ekki mikil von til, að þið takið framförum þeim er teljandi verði.------Verðið þið fús á að hlýða tillögum eða ráðum mínum í þessu mikilvæga efni, sem hér er um að tala, þá væri heldur von, að þið tækjuð framforum, en bregðist mér þetta, þá get ég engu komið til vegar og þá verður allt þetta þýðingarlaust og til einskis gagns - og er sama sem að vilja byggja með annarri hendi, en rífa jafnótt niður með hinni. Eg get ekki látið vera að minnast á þetta atriði, hvaða dómur sem á mig kynni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.