Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Page 17

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Page 17
MINNISBLÖÐ SIGURÐAR LYNGE 17 þessi: Kalla má að hver maður standi jafnréttur eftir sem áður, þó hann kaupi sér dálitla hressingu til þess að gleðja sig og gesti sína, er þeir sækja mann heim á hátíðum og líka þegar menn halda brúðkaup eða erfidrykkjur fyrir ekki fullt tveggja dala virði á ári að jafnaðartölu yfir allt land, en hver sá sem gjörir sér aðra reglu en þessa mun skjótt hafður að skimpi og þetta einmitt virt honum til smánar. Vér ætlum ekki að deila kappdeilum við neinn um þetta mál, en hve gild sé þessi ástæða það ætlum vér að leitast við að sýna yður. Vér játum það, að verðhæðin væri þolandi, ef neysla ölfanganna leiddi eitthvað gott eftir sig, en öðru er nær. Fyrir utan andvirðið mun ekki íjarri sanni að fjórði hluti eða 48 skildingar bætist við þessa jafnaðartölu fyrir hvert höfuð í landinu af því sem menn láta hafa af sér í kaupum og sölum, týna og spilla bæði fyrir sér og öðrum, þegar þeir verða drukknir. Þetta verða tveir ríkisdalir á mann eða 100 þúsund ríkisdalir af landinu öllu. Nú er ekki búin sagan enn: Drykkjumennirnir verða oftast máttvana daginn eftir og stundum lengur, svíkja svo af sér og félagi sínu allt gagn það er þeir ella hefðu mátt vinna, verða úlfar að mönnum, spilla heilsu sinni, gjöra konur sínar ekkjur og börn sín munaðarlaus, eða að öðrum kosti þurfamenn og byrði ættjarð- ar sinnar á miðjum aldri, drepa frelsi sálar og líkama, spilla eindrægninni, eyðileggja heill sína og sinna---. Nokkrir landa vorra hafa að dæmi Norðmanna stofnað bind- indisfélög. Þau eru að sönnu ekki almenn, en öll eru líkindi til að þeim fjölgi smámsaman og færi þá best að í hverri kirkjusókn væri eitt félag. Við Akurnesingar ættum þá ekki að vera eftirbátar landa vorra í þessu, því að samheldið er oss ómissandi eins og nú er ástatt, má þar til nefna fátækt og þar af rísandi þyngsli sveitarinn- ar, sem orsakast af þrennu: 1. Vanspilan efnanna, 2. illri ábúð jarða, og 3. of slöku uppeldi barnanna. Samheldi væri okkur þó ekki síður þarft í tilliti til þess, ef ske kynni að það yrði álitið nauðsynjaverk að setja kauphöndlun á stofn á Skaga, að binda áður félag með oss, er kalla mætti fíitidindisfélag Akurnesinga.“ VI Þjóðfélags- og menntahræringar hérlendar fóru ekki fram hjá Sigurði Lynge. Hann var maður á besta aldri, þegar fyrst vottaði að ráði fyrir skilningi Dana á að Islendingar fengju að mæla ráðum við konung um hagi sína. Þegar alþingi var endurreist, varð 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.