Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Page 19
MINNISBLÖÐ SIGURÐAR LYNGE
19
Sigurður sem fjöðrum fenginn og fór til Reykjavíkur til að vera
viðstaddur, þegar það yrði sett í fyrsta skipti, en varð sem fleiri að
standa utan dyra, þar sem skilyrt var að allt færi þar fram fyrir
lokuðu húsi. Samfara þeim anda frelsis, sem fylgdi hinu endur-
reista alþingi, var komið á litlu síðar, 1848, stjórnmálasamkomu á
Þingvöllum við Oxará. Sigurður var reyndar ekki á þeirri fyrstu,
en síðar, 1849, 1850 og 1854, og tók ferðin hann fjóra daga. Af
þessu leiddi, að hann fylgdist vel með pólitískri endurreisnarbar-
áttu landsmanna í þann svipinn og reyndar með ýmsum hætti
síðar. Hann lét sig t.d. ekki vanta á þjóðhátíðarfundinn á Þingvöll-
um 1874, þótt kominn væri yfir sextugt.
Sigurður vildi og láta á reyna vilja alþingis til að létta af ýmsu
misrétti og samdi t.d. í því skyni bænaskrá um að aflétt yrði hinu
svokallað mannsláni. Fátt var það, sem horfði til þrifa og menning-
ar, að Sigurður léti það fram hjá sér fara og sá það í ýmsu, þótt í
smáu væri. Þegar t.d. var stofnaður Bræðrasjóður við Lærða
skólann, gerðist hann styrktarmaður hans.
Eins og fyr er vikið að, mátti Sigurður heita listaskrifari. Margt
þurfti hann að skrifa, smátt og stórt, því að oft var leitað til hans,
jafnvel að afrita heilar bækur. En árvisst skrifarastarf hans var að
afrita almanakið í mörgum eintökum, sem hann síðan seldi. Voru
þau frá hans hendi með tvennu móti. I því styttra var ýmsu sleppt,
sem ekki kom dagatalinu beinlínis við, en það lengra var án
úrfellis. Almanaksskrifunum lauk hann oftast seint í desember.
Það, sem hér hefur verið tínt saman úr Minnisblöðum og
smáskrifum Sigurðar Lynge frá árunum 1836 - 1881 vottar, að
hann hefur á því tímabili verið fremstur í fylking vormanna á
Akranesi, og sumt, sem hann braut upp á, bar lengi menjar þar.