Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Side 25

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Side 25
KARL O. RUNÓLFSSON TÓNSKÁLD 25 inn Kátir félagar söng Þjóðtrú og Nú sigla svörtu skipin með undirlcik hljómsveitarinnar. Þeim flutningi stjórnaði Kari sjálfur. Loks var þarna flutt öðru sinni svítan A krossgötum og stjórnaði dr. Urbancic hljómsveitinni. Þeim sem þetta ritar er í ljósu minni flutningur Krossgötu- svítunnar og áhrif hennar á þessum tíma. Það var mikill viðburður að fram kæmi nýtt íslenskt hljómsveitarverk, og þegar þar við bættist að hér var um að ræða nýstárlegt verk og nútímalegt öðrum þræði, en jafnframt rammþjóðlegt, hlaut frumflutningur þess að teljast til stórtíðinda. Um þjóðlagaútsetningarnar mætti hafa svipuð orð, þótt þar sé höfuðáhersla lögð á kontrapunktíska raddfærslu fremur en nýstárleg tilbrigði í hrynjandi og hljómsetningu, en slíkt er ásamt endurtekinni þrástefjun (ostinato) eitt helsta einkenni svítunnar. Tónsmíðar Karls O. Runólfssonar mætti flokka lauslega þannig: 1) Einsöngslög. Eðlilegt er að þau séu talin fyrst, því að mörg þeirra eru meðal fyrstu tónsmíðanna og njóta enn hinna mestu vinsælda. Frumsamin einsöngslög eru um 60 að tölu, þar með talin um 20 barnalög og smálög ýmisleg, auk nokkurra félagssöngva og annarra tækifærislaga. Nokkur laganna eru einnig til í kórútsetn- ingum. 2) Kórverk. Meðal fyrstu verkanna eru tvö stór lög fyrir karlakór með hljómsveit (eða píanóundirleik) er notið hafa mikilla vinsælda, auk kórlaga án undirleiks. Síðar urðu til eigi færri en sex kantötur, sumar með hljómsveitarundirleik. Mest í sniðum er hin elsta þeirra, Vökumaður, hvað líður nóttinni? op. 17, við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. 3) Hljómsveitarverk. „Hrein“ hljómsveitarverk frumsamin, ætl- uð til flutnings á tónieikum, eru einkum svíturnar tvær, Á krossgöt- um, op. 11 [?], og Endurminningar smaladrengs, op. 50, og loks sinfónían Esja, op. 54[?]. Karli var tamt að rita fyrir hljómsveit, enda er hann einn örfárra íslenskra tónhöfunda, og einn hinn fyrsti þeirra, sem að verulegu leyti „ólst upp“ í hljómsveitum og við annan samleik hljóðfæra. Baldur Andrésson fullyrðir að í Kaup- mannahöfn hafi hann leikið í hljómsveitum meðal annars allar sinfóníur Beethovens nema hina níundu og „helstu“ sinfóníur Mozarts og Haydns. Einnig haíi hann þar kynnst samtímatónlist. Athyglisvert er að nýlega kominn heim frá Kaupmannahöfn leggur hann drög að fyrsta hljómsveitarverkinu, op. 2. - Meðal
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.