Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Page 27

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Page 27
KARL O. RUNÓLFSSON TÓNSKÁLD 27 inu fylgir uppkast að svari, örstutt æviágrip og drög að greinar- gerð um átta verk tónskáldsins. Greinargerðin er ekki nákvæm og er hér sýnilega verið að leggja efni í hendur einhverjum sem hefur átt að ganga endanlega frá henni. Iðulega er vísað til „lista yfir verk mín“ sem Karl hefur ekki haft handbæran og ekki hefur heldur fylgt handritum hans til Landsbókasafns. Verkin sem hann hefur hér valið til sérstakrar kynningar eru þessi (ritunarár innan sviga eins og þau eru hér tilgreind): 1. Forleikur að Fjalla-Eyvindi, op. 21 (1949) 2. Sónata fyrir trompet og píanó, op. 23 (1950) 3. A krossgötum, hljómsveitarsvíta, op. 12 [sic] (1939) 4. Ég biö að heilsa, ballett, op. 27 (1952) 5. Sinfónía í f-moll (Esja), op. 54 [sic] (1964 og 1967) 6. 6 vikivakar (ísl. dansar), op. 60B (1964—67) 7. Dimmalimm, barnaballett, op. 30 (1953) 8. Tíu ísl. þjóðlög fyrir hljómsveit (1938). Fljótt á litið gæti sýnst að tónskáldið hafi tínt hér til þau verka sinna sem honum sjálfum þótti mest til koma. En þegar betur er skoðað verður ljóst að hér kemur fleira til. Vafalaust ræðst valið mjög af því að verið er að leggja drög að kynningu í erlendu riti, fyrir erlenda lesendur og hugsanlega notendur tónverkanna. Þess vegna hefur verið gengið fram hjá verkum með íslenskum textum, sönglögum og kórverkum sem mörg hljóta þó að teljast meðal merkustu verka tónskáldsins. Eingöngu hljóðfæraverk hafa orðið fyrir valinu, og vekur þá aftur athygli að sleppt er t. d. fiðlusónöt- unni, op. 14, hljómsveitarsvítunni Endurminningar smaladrengs, op. 50, og ballettinum Prinsinn og rósin, op. 57. Sónatan fyrir hnéfiðlu og píanó, op. 65, hefur ekki verið fullsamin þegar þessi skrá var gerð. Um öll þessi verk mætti margt segja og ástæða er til að nefna nokkur fleiri. Forleikur að Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar er eitt aðalverkið á hljómplötu með verkum Karls, sem Fálkinn hf. gaf út 1970, og sönglög úr leikritinu hafa náð miklum vinsældum. Á plötunni eru einnig 6 vikivakar, þótt naumast geti þeir talist meðal merkustu verka Karls að dómi þess sem þetta ritar. Um Trompet-sónötuna segir Karl sjálfur (1968) að hún hafi verið ílutt „á 15 stöðum í öllum heimsálfum“. Þeir staðir gætu nú verið orðnir miklu fleiri, enda var sónatan gefin út á vegum Menningarsjóðs á fyrra helmingi 7. áratugarins og mun vera það verk Karls sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.