Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Page 28

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Page 28
28 JÓN ÞÓRARINSSON víðast hefur farið. Hún hefur ferskan og djarflegan svip með þjóðlegu ívaíi og endar á „rímna-rondói“. Um svítuna A krossgötum er áður getið, svo og um íslensku þjóðlögin. Ballettarnir báðir sem nefndir eru þóttu vel heppnuð verk: Eg bið að heilsa, byggður á Ijóði Jónasar Hallgrímssonar og með tilvitnunum í lag Inga T. Lárussonar, og Dimmalimm, byggður á ævintýri Guðmundar Thor- steinsonar. Sama mun mega segja um ballettinn Prinsinn og rósin. Loks er að geta sinfóníunnar í f-moll, Esju, sem frumflutt var í maí 1968 og er eitthvert mesta verk tónskáldsins. Hún er hér talin op. 54, en annars staðar op. 57 (svo er hér greinilega merktur ballettinn Prinsinn og rósin). Til viðbótar þessu verður aftur að minna á einsöngslögin og kórlögin sem orðið hafa þjóðareign, og er sumra þeirra getið hér að framan. Ef litið er í svip yfir höfundarferil Karls má þar marka þáttaskil þegar hann tekur að fást við íslensku þjóðlögin, op. 10, og var áður að því vikið. Hann er þá kominn allmikið á fertugs aldur. Það sem hann samdi fram að því er mest sönglög og líkjast mörg sjálf- sprottnum gróðri, þau eru fersk og frumleg með sínum hætti, en yfirleitt mjög einföld, ekki mikið unnin og bera stundum merki tæknilegra takmarkana. En hugmyndirnar eru oft hnyttilegar og hitta beint í mark. I þjóðlagaútsetningunum er höfuðáhersla lögð á kontrapunktíska vinnu í hinum fornu tóntegundum þjóðlag- anna. Hér situr raddfærslan í fyrirrúmi, samhljómar verða einatt harðir og tónbálkurinn stundum nokkuð þunglamalegur. Svo vill til að slíkur búningur fer íslenskum þjóðlögum einatt vel. Þegar frá líður verður þessi aðferð aðeins ein af mörgum sem Karl bregður fyrir sig. Hljómsveitarsvítan A krossgötum sem greinarhöfundur giskar á að sé op. 11 en er sumstaðar í þeim gögnum sem hér er fjallað um talin op. 12 (þannig eru annars merkt Islensk rímnalög fyrir fiðlu og píanó) líkist um margt eldri verkunum. Þótt þar kveði öðrum þræði við þjóðlegan tón örlar hvergi á því vinnulagi sem ríkjandi er í op. 10. Þetta skýrist af því að hugmyndin að svítunni er eldri en þjóðlagaútsetningarnar, að minnsta kosti frá 1935 svo sem sjá má í uppkastabókum Karls. Hinsvegar bregður þar fyrir glettnislegum hugmyndum og stíleinkennum sem vekja sterkan grun um kynni tónskáldsins af evrópskri samtímatónlist, ef til vill Igor Stravinskí, líklega frá dvölinni Kaupmannahöfn eða af hljómplötum. Glettnin skýtur víðar upp kollinum í verkum Karls, svo sem í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.