Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Síða 44

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Síða 44
44 STEFÁN KARLSSON gengið undir nafninu „Fræðaprédikanir“ eða „Prédikanir út af fræðum Lutheri“.5 Þá bók sem Oddur þýddi gerði Justus Jonas, mikill lærdóms- maður í lögfræði og guðfræði, sem var einn af nánustu samstarfs- mönnum Lúthers við útbreiðslu siðbreytingarinnar, einkum á Saxlandi. Bókin var fyrst prentuð 1539 í Wittenberg, þar sem Jonas var guðfræðiprófessor og prófastur,6 en titill hennar er þessi: Catechismus pro pueris et iuuentute, in ecclesiis et ditione Illustriss. Principum, Marchionum Brandeborgensium, et inclyti Senatus Norim- bergensis, breuiter conscriptus, e germanico latine redditus, per Iustum Ionam. Addita Epistola de laude Decalogi. Eins og fram kemur af þessum titli, var sú bók sem Oddur þýddi ekki frumsamin af Justus Jonas, eins og ætla mætti af titli íslensku þýðingarinnar, heldur hafði Jonas þýtt hana úr þýsku eftir barna- prédikunum sem vóru fyrst prentaðar í Núrnberg 1533 og báru titilinn „Catechismus oder Kinderpredig“.7 Sama ár hefur bókin einnig verið prentuð í Wittenberg, og þar var texta Núrnberg- útgáfunnar fylgt nákvæmlega, en titillinn er rækilegri eins og í latnesku þýðingunni: Catechismus odder kinderpredigt, Wie die jnn meiner gnedigen herrn, Marggrauen zu Brandenburg, vnd eins Erbarn Raths der Stat Ntirmberg oberkeit vnd gepieten, allenthalben gepredigt werden. Den kindern vnd jungen leuten zu sonderm nutz, alsojnn schriíFt verfasst. Wittenberg.8 Þegar í undirbúningi var að gefa út á bók barnaprédikanir í tengslum við nýja kirkjuskipan fyrir markgreifadæmið Branden- burg og sjálfstjórnarborgina Núrnberg, var ætlunin að þeir Andreas Osiander og Dominicus Schleupner, sem vóru meðal fyrstu lútherskra presta í Núrnberg, semdu hvor sínar prédikan- irnar út af fræðum Lúthers hinum minni, sem síðan yrðu bræddar ’ Halldór Hermannsson, Icelandic Books ... (sjá nmgr. 1), 15. " Halldór Hermannsson, Icelandic Books ... (sjá nmgr. 1), 15-16. - Um Justus Jonas sjá t.d. Walter Delius, Lehre und Leben. Justus Jonas 1493-1555 (Gutersloh 1952); Hans-Giinter I.eder, ’Jonas, Justus (1493-1555)’, Theologische Realenzvklopödie XVII (Berlín, New York 1988), 234-38. ; Die evangelischen Kirchenordnungen des XVI. Jahrhunderts, útg. Emil Sehling, XI (Tiibin- gen 1961). 125; Gottfried Seebass, Das reformatorische Werk des Andreas Osiander (Einzel- arbeiten aus der Kirchengeschichte Bayerns XLIV, Niirnberg 1967), 23. “ D. Martin Luthers Werke. Kritische Gesamtausgabe 30,1 (Weimar 1910), 619-20.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.