Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Side 64
64
STEFÁN KARLSSON
Hann þýðir nær alltaf præs. ind. með nt. frsh., en undantekn-
ingar eru þessar: I 1 r 14 eru sagnir í præs. ind. (’obsequimur ...
quærimus’) þýddar með þt. vth. ’hlýðugir værum ... leituðum’,
í lr30 (’comminatur’) með þál. tíð (og aukinni álierslu) ’hefur með
ógnarheitingum fyrir sagt’, og í 1 r21—22 er ’audimus’ þýtt ’viljum
... hlýða’.
Um perf. ind. er aðeins eitt dæmi í textanum (’dedit’), og þar er
íslenska sögnin í þt., Ir7 ’gaf.
Sögn í fut. ind. er einu sinni þýdd með sögn í nt., 2v29
’andsvarið’ (’respondebitis’),77 en annars er gripið til hjálparsagna:
2rl ’mun gefa’ (’dabit’), lv27-2rl ’munu þér ... þekkir vera’
(’placebitis’), 2v4—6 ’má ... geta haldið ... lofað’ (’aget ... laudabit’)
og lr4 ’skulu þér fá ... að heyra’ (’audietis’).78
Sagnir í præs. conj. eru í um það bil hclmingi tilvika þýddar með
sögnum í nt. vth., t.d. 2rl3 ’verði’ (’fiat’), 2r6 ’helgum ... skikkum’
(’sanctificemus ... collocemus’) og lrl ’treystið ... elskið’ (’confi-
datis ... diligatis’).79 Tvisvar er sögn í frsh. í þýðingu á conj.,
1 v 15— 16 ’svo að ... mega þeir’ (’ut ... possint’) og 1 v 18— 19 ’með því
að þeir skikka’ (’cum ... collocent’).80 I öðrum tilvikum er gripið til
hjálparsagna við þýðingu præs. conj.: 1 r8—9 ’eigum að hvílast’
(’interquiescamus’), 2r27-29 ’megi ... fá ... tælt og vélað ... gætt sig
og tamið ... sín ... hefnt’ (’fallat ... potiatur ... ulciscatur’), 2v 10— 11
’fengum’ (= fengjum) ... lært’ (’discamus’), lvl-2 ’skyldu öngva ró
hafa’ (’laborent’), lv2-3 ’skyldu ... geta’ (’possint’), 2v6-7 ’skulum
... læra’ (’discamus’) og 2v22-23 ’skulum óttast ... elska’
(’timeamus ... diligamus’).81
77 Nt. er einnig í frjálslegri þýðingu á fut. ind. (’continget’) í 2v27, sjá lok 6. kaíla.
78 I málfræðibókum síðmiðalda frá gemönsku málsvæði var einkum notuð hjálparsögnin
’skulu’ (í mismunandi myndum) við þýðingu á fut. Sú sögn er höíð í broti frá því um 1400 úr
latneskri málfræði á íslensku, AM 921 III 4to, sjá Den tredje og jjœrde grammatiske afhandling i
Snorres Edda tilligemed de grammatiske afhandlingers prolog og to andre tillæg, útg. Björn
Magnússon Ólsen (Islands grammatiske litteratur i middelalderen II. Samfund til udgi-
velse af gammel nordisk litteratur XII. Kh. 1884). 156-58. Aðrar hjálparsagnir vóru einnig
notaðar, sjá Niels Haastrup, lnfinitiv + skullende. Skolegrammatiske studier i den œldste danske
Bibeloversættelse (Kh. 1968), 21-24. Sbr einnig Uecker, Der Wiener Psalter (sjá nmgr. 33),
xcv-xcvi.
79 í texta Odds eru sagnmyndir reyndar þær sömu í frsh. og vth. þar sem samfall slíkra
mynda er í íslensku nútímamáli.
80 Frsh. er einnig í umritun í 1 r6—7 ’er ... á lagt’ (’incumbat’).
81 Notkun hjálparsagnanna, a.m.k. ’skulu’, helgast trúlega af því, að svo hafi verið litið á
að latnesku sagnmyndirnar væru í ’optativo modo, futuro tempore’, ’með æskilegum hætti
á óorðnum tíma’ (sbr. AM 921 III 4to; sjá tilvísanir í nmgr. 78.)