Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Síða 66

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Síða 66
66 STEFÁN KARLSSON í þýðingarbrotinu af Fræðaprédikunum birtist þetta stílein- kenni Odds með tvennum hætti. Annars vegar þýðir hann stund- um sama latneska orðið á mismunandi vegu og hins vegar þýðir hann oft eitt orð með tveimur eða jafnvel lleiri, sumpart samheit- um en sumpart orðum sem samanlagt hafa víðara merkingarsvið en annað orðið - jafnvel víðara en latneska orðið. Þetta síðarnefnda er þó engan veginn neitt sérkenni Odds Gottskálkssonar, heldur er það venjulegt í íslenskum þýðingum 16. aldar, og stundum er þá annað orðið tökuorð en hitt innlent samheiti.87 Svipað stíleinkenni er algengt í ýmsum íslenskum miðaldaritum, einkum frá 14. öld, en samkenni þeirra tvennda sem þar birtast er öðru fremur stuðlun og þær taka ekki aðeins til samheita heldur einnig hliðstæðna og andstæðna.88 Tvenndir af sama tagi og hjá Oddi vóru mjög tíðkaðar í máli danskra siðbreyt- ingarmanna og alveg sérstaklega af Pétri Palladíusi Sjálandsbisk- upi, sem íslenskir siðbreytingarmenn sóttu margt í smiðju til.89 Þær áttu sér rætur í fornri málskrúðsfræði og jafnframt í föstum tvíliða orðasamböndum í alþýðumáli.90 I þeim stutta texta sem hér er prentaður er ekki við mörgum dæmum að búast um að sama orðið sé þýtt á fleiri en einn veg, því að fjölmörg orð koma aðeins einu sinni fyrir í latínutextanum og flest önnur sjaldan. Eins og vænta má í prédikun um hvíldardaginn er ’Sabbatum’ eitt tíðasta nafnorð textans. Níu sinnum er orðið þýtt ’þvottdagur’ en ’þvottdagshelgi’ 1 r 19, ’hátíðisdagur’ lv8-9, ’hátíðardagur’ 1 v 17—18 og ’hvíldardagur’ 2r5,8. Önnur nafnorð sem koma fyrir oftar en einu sinni og eru ekki alltaf þýdd eins eru ’corpus’ sem er þýtt ’kroppur’ 2r7-8 en ’líkami’ 2r25 og 2vl4, ’cupiditas’ ’losta- girnd’ lr27 en ’líkamsgirnd’ lv8, ’gratia’ ’þökk’ lv26-27 en ’náð’ 2rl, ’hora’ ’stund’ 2r6-7 en ’dægur’ lv21 og ’stund og dægur’ 81 Westergárd-Nielsen, Láneordene ... (sjá nmer. 61), xlix; Stefán Karlsson, 'Brudstvkker ...’ (sjá nmgr. 30), 228. 88 Sjá t.d. Islendzk œventýri. Islandische legenden novellen und m'árchen II, útg. Hugo Gering (Halle a.S., 1883), xxxi-xxxv; Jonna Louis-Jensen, Kongesagastudier. Komþilationen Hulda- Hrokkinskinna (Bibliotheca Arnamagnæana XXXII, Kh. 1977), 136-46. 89 Sjá Magnús Már Lárusson, ’Pétur Palladíus, rit hans og Islendingar’, Landsbókasafn íslands. Árbók 1950-51 (Rv. 1952), 188-200. 90 Oluf Friis, Den danske Litteraturs Historie I (Kh. 1945), 284—85; Peter Skautrup, Det danske sþrogs historie II (Kh. 1947), 207 og 209. — Um vísítasíubók Palladíusar segir Skautrup m.a.: „Af gentagelsesfigurerne er det fremfor alt tautologien, den begrebsmæssigt svagt varierede gentagelse ved et synonym, Palladius ynder ... I det hele taget er Palladius sá frodig og ordglad, at han vanskeligt kan nojes med et enkelt ord, hvor der er mulighed for at bruge to.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.