Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Side 92

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Side 92
92 ANDREYV WAWN yður því að hafa mjög hljótt um það, unz ég leyfi yður að skýra frá því. Enn eru nokkrar útgáfur sagna, er mig vantar í safn mitt, og mun ég bráðlega leita til yðar með skrá um þær, er ég bið yður að betla, útvega mér að láni eða stela handa mér í Kaupmannahöfn.“ Utgáfa Njáluþýðingarinnar dregst á langinn, og vinnan að Orkneyinga sögu er einnig seinleg, en þar leggur Guðbrandur Vigfússon Dasent til íslenzka textann, er hann vann úr handritum sögunnar og löngu síðar var gefinn út sérstaklega 1887 með formála Guðbrands. Guðbrandur var Dasent og mjög hjálplegur í starfi hans að þýðingu Njálu, eins og fram kemur í bréfi Dasents til Guðbrands 28. nóvember 1860, þar sem hann segir í upphafi og leiðist þá jafnframt út í að svara að nokkru áskorun Guðbrands um stuðning við sjálfstæðisbaráttu íslend- inga: „Minn kæri Vigfússon. Ég er yður afar skuldbundinn fyrir öll bréfin og upplýsingarnar, sem eru meira virði en ég fæ með orðum lýst. Ég hef engan tíma núna til að fara út í aðra sálma, þar sem ég á fullt í fangi með Njálu; en þér megið vera þess fullvissir, að ég segi yður það ekki þrisvar, heldur í eitt skipti fyrir öll, að ég hygg, að enginn útlendingur, - ekki einu sinni Maurer sjálfur, - taki mér fram í ást minni á íslandi. Ég las því skýrslu yðar um réttindi og rangindi íslands af miklum áhuga, og geti ég orðið yður að liði, og það get ég, þori ég að segja, þá geri ég það. Hin auknu samskipti, sem nú eru í uppsiglingu milli Englands og eyjar yðar, munu verða íslandi lyftistöng, og þó að það kunni að spilla að nokkru hinu einfalda líferni einhverra landsmanna yðar, fer ekki hjá því, að þjóðfélagið í heild muni hagnast á því. Meira hef ég ekki tíma til að segja rétt í þessu. Greinarhöfundur vitnar í greinarlok í eftirfarandi ummæli Dasents í formála hans fyrir Njáluþýðingunni, er sýnir glöggt, hvern hug hann bar til viðfangsefnis síns og íslenzkra fornbókmennta. „Pað var skylda fóstrans í fornöld að ala upp og láta sér annt um barn það, er hann hafði veitt viðtöku úr höndum sjálfra foreldranna, yfirboðara sinna. Þetta verk, sem þýðandinn hefur fengið í hendur úr húsi íslenzkra fræðimanna, sem honum eru fremri að þekkingu, verk, sem hann hefur lagt rækt við og fóstrað árurn saman undir ensku þaki, megi það nú ganga fram og berjast sjálft fyrir lífi sínu og aíla þeim, er ólu það, nýrrar frægðar. Það verða ærin laun þeim, er nú klæddi það fyrst í enskan búning, ef þetta fósturbarn hans bætir nýju laufi í þann sígræna sagnasveig, er krýnir enni hinna fornu heiðurssnillinga íslands."
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.