Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Side 97

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Side 97
PÁLL JÓNSSON OG BÓKASAFN HANS 97 Páll sá um útgáfu fleiri bóka en Árbókar Ferðafélagsins, m.a. nokkurra afmælisrita, sem tileinkuð voru vinum hans. Þar lagði hann á ráð af mikilli smekkvísi og kunnáttu og hafði næmt auga fyrir því, hvernig gera mætti slíkar tilefnisútgáfur eigulegar og eftirsóknarverðar. Á 75 ára afmæli Páls árið 1984 bjuggu vinir hans honum sjálfum afmælisrit, Land og stund, sem Sverrir Kristinsson gaf út á forlagi Lögbergs. Bókasöfnun Páls Jónssonar spratt í upphafr af mikilli lestrar- löngun, sem hann fann til sem drengur. Þessa lestrarþörf bar hann með sér til Reykjavíkur, þar sem hægara var að nálgast bækur en í strjálbýlli sveit. Mig grunar, að í bókakaupum hafi hann þó farið hægt af stað, en söfnunarhneigðin sótt á með tímanum. Þegar Páll hóf starf við dagblaðið Vísi, varð einn af samstarfs- mönnum hans Þorsteinn Jósepsson frá Signýjarstöðum í Hálsa- sveit, blaðamaður, rithöfundur og síðar bókasafnari. Páll mun með nokkrum hætti hafa kveikt áhuga Þorsteins á bókasöfnun, en hann lagði síðan mikla rækt við hana, eins og kunnugt er. Fleira varð til að tengja þessa tvo menn vináttuböndum, borgfirzkur uppruni og sameiginlegur áhugi á ferðalögum og Ijósmyndun. Með þeim tókst afar náinn félagsskapur og samvinna, sem var án efa til þess fallin að efla hug og söfnunarmátt beggja. Söfnun þeirra hefur varla stuðzt við mikil efni, heldur eljusemi og árvekni, og ég man ekki betur en Páll segði mér, að tekjur af ljósmyndun hefðu um tíma staðið nokkuð undir bókaöflun þeirra beggja. Eg gæti bezt trúað, að þeir hefðu þekkt bókasafn hvor annars nálega eins vel og sitt eigið og því einatt verið á verði hvor fyrir annan, þar sem fengs var von, meðan báðir lifðu, en Þorsteinn lézt árið 1967. Bókasöfnun getur oft á tíðum verið mikil samskiptalist, og það á sennilega við um hvaða söfnun sem er. Þessi list var Páli lagin flestum mönnum betur. Eg er ekki í minnsta vafa um, að í söfnunarstarfi sínu hefur hann einatt notið þess mikla þokka, sem stafaði frá öllum kynnum við hann. Sá þokki var meðal annars ofinn úr hlýlegu viðmóti, hiklausri hjálpsemi, skilyrðislausum grandvarleik, græskulausri kímni og einhverjum þeim töfrum, sem orð ná ekki að lýsa. Páll Jónsson var þeirrar gerðar, að hann var hverjum manni venjulegri í sjón, en næsta óvenjulegur í tryggð og kynnum. Hann var svo tilgerðarlaus maður í fasi og framgöngu sem framast mátti vera. Ég sé hann fyrir mér, þar sem hann leggur leið sína milli fornbókaverzlana í miðbæ Reykjavíkur, hvatur í spori og stikar nokkuð. Bæri hann höfuðfat, var það alpahúfa, sem 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.