Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Page 98
98
ÓLAFUR PÁLMASON
er allra höfuðfata einfaldast og látlausast. Þannig var dagfar hans
jafnan í samræmdu formi hófsemdar og hégómaleysis. Páll þreytti
ekki langar setur á skólabekk, átti ekki því að fagna og þurfti ekki
heldur svo mjög að sakna þess. Bækurnar urðu honum skóli,
námsefni las hann að eigin vild. Þegar sjálfsnámið lagðist við
eðliskosti hans, varð hann svo sannmenntaður maður, að mér er
nær að halda, að aldrei hefði slegið á hann minnsta fölva, í liversu
lærðum hópi sem hann hefði setið.
Bókasafni Páls Jónssonar verður ekki lýst hér til neinnar hlítar.
Þótt hann byndi aldrei söfnun sína fast við tiltekna efnisflokka, fór
ekki hjá því, að sérstök hugðarefni settu mark á bókaval hans. Þar
sýnist mér þrennt mega greina öðru fremur: þjóðleg fræði og
íslenzkan skáldskap, einkum ljóð, í öðru lagi rit um náttúru íslands
og landlýsingu — og loks það, sem nefna mætti í einu lagi íslenzkar
bókminjar, þ.e. prentgripi, sem hafa sérstakt varðveizlu- og minja-
gildi, bækur frá fyrri öldum, aíbrigðaútgáfur og árituð eintök, svo
að nokkuð sé nefnt.
Páll sagði eitt sinn frá því, að hann hefði borið með sér að
heiman áhrif frá nábýlinu við Halldór Helgason skáld á Asbjarn-
arstöðum, einnig frá kveðskap snjallra hagyrðinga, sem varð
héraðsíleygur, og ljóðmælum Jónasar, sem hann eignaðist ungur.
Þetta liefði orðið sú hungurvaka, sem kveikti löngun hans til að