Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Page 100

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Page 100
100 ÓLAFUR PÁLMASON ingu og héraðasögu. Ég hygg, að þar séu í safni Páls nálega öll yflrlits- og undirstöðuverk auk ótalmargra rita og ritlinga um afmörkuð efni. I þessari grein naut Páll áreiðanlega kunnings- skapar við fremstu náttúrufræðinga landsins, sem voru sumir í forustusveit Ferðafélagsins. Þetta vinfengi varð m.a. til þess, að Páll náði í einn stað firnamiklu safni af sérprentuðum ritgerðum íslenzkra náttúruvísindamanna, ekki sízt jarðfræðinga, sem ann- ars eru dreifðar í tímaritum og ritsöfnum, mörgum erlendum. Þótt nú séu nefndir þeir efnisllokkar í safni Páls Jónssonar, sem ég hygg, að séu fullkomnastir og heillegastir, mætti telja aðra, sem koma þar fast á eftir, svo sem íslenzkan sagnaskáldskap, íslenzk fornrit, tímarit 18. og 19. aldar og hin vandaðri og grónari tímarit þessarar aldar. Þegar kemur að því, sem ég hef hér áður kallað bókminjar, er enn vandara að bera niður til frásagnar, svo mörgu sem þar er af að taka í sjaldgæfum útgáfum og sérkennilegum eintökum. Sé spurt um elztu bók í Pálssafni, þá er það eitt af ritum Marteins Lúters, prentað í Wittenberg árið 1521. Þegar kom fram yfir 1950, tók Páll að leggja áherzlu á söfnun íslenzkra bóka frá fyrri öldum og varð þar ótrúlega vel ágengt, þegar þess er gætt, hve seint hann sótti á þau mið. Ein íslenzk bók frá 16. öld er í Pálssafni, svo kölluð Leikmannabiblía, Biblia Laicorum, eftir Johann Aumann í þýðingu Guðbrands biskups Þorlákssonar, prentuð á Hólum 1599. Mér telst svo til, að frá 17. öld séu í safni Páls 29 íslenzkar bækur, þar á meðal níu Skálholtsprent. Meðal þessara bóka er Þorláks- biblía, gefin út á Hólum 1744, en síðan átti Páll allar útgáfur Biblíunnar á íslenzku fram á síðara hluta 19. aldar, er farið var að prenta hana í Lundúnum. Af útgáfum Passíusálma átti Páll fágætlega gott safn. Þar eru þrjár af íjórum fyrstu útgáfum þeirra, bæði hin fyrsta, 1666, og hin sjaldgæfasta, frá 1682. Síðan átti hann allar útgáfur Passíusálma frá 18. öld og flestar hinna enn yngri. Frá 18. öld sýnist mér Páll hafa átt rúmlega 260 útgáfur íslenzkra rita. Þar má nefna fyrstu útgáfu Vídalínspostillu 1718- 20 og ílestar síðari útgáfur hennar. Af 83 bókum og smáritum, sem prentuð voru í Hrappsey á Breiðafirði á árunum 1773-94, átti Páll hvorki meira né minna en 49, og eru þau rit hvert öðru sjaldgæfara.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.