Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Page 103

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Page 103
PÁLL JÓNSSON OG BÓKASAFN HANS 103 nærfærni og í einkasafni. En þetta viðhorf breyttist með árunum. A fögrum ágústdegi árið 1982 tókum við Páll þátt í einkar ánægjulegri ferð út í Viðey, sem farin var í boði góðra vina. A leið heim úr eynni sátum við á sömu þóftu í bátnum, er hann hóf máls á því við mig, að nú hefði hann einsett sér að ráðstafa bókasafni sínu óskiptu eftir sinn dag, og spurði mig um leið, hvort hann mætti nefna mig til að sýsla svolítið um það. Um leið og ég jánkaði því, fannst mér þetta vera ótímabært erindi og hvorki brýnt né viðeigandi að forvitnast um svo náið einkamál eins og á stóð. Af frekari málavöxtum frétti ég ekki fyrr en hann var horfinn í annað ljós. Akvörðun um gjöf sína til Héraðsbókasafns Borgaríjarðar kynnti Páll Jónsson réttum aðilum með bréfi 23. maí 1984. Einu ári síðar og fjórum dögum betur lézt hann í Reykjavík, 27. maí 1985, 75 ára að aldri. Frá því segir í ævintýrum, að ungur sveinn heldur út í heim með lítið prik og léttan mal, en svo prúðan hug, að hvert torleiði hlýtur að snúast í blásandi byr — þangað sem fólgin eru öll þau gæði, er áður hafði þótt skorta sárast heima fyrir. Þegar hann ber aftur heim á æskustöðvar, geldur hann fósturlaunin með feng sínum. Þetta sagnastef er í senn gamalt og nýtt. Páll Jónsson er í vitund minni slíkur ævintýrasveinn. I æsku þráði hann svo mjög list og lærdóm bókanna, að hann gaf átta ára gamall aleigu sína fyrir eina þeirra. Á ævikvöldi ánafnaði hann ættbyggð sinni fleiri slíka gripi en fastri tölu hafi orðið á komið — svo vel valda og fagurbúna, að slíks eru fá dæmi. Við þessari einstæðu gjöf hefur nú verið tekið með óvenjulegum myndarbrag og henni búin svo vegleg umgjörð sem verða má. Bókasafn Páls Jónssonar er ekki einungis mikil héraðsprýði; það er ásamt þeim búnaði, sem því hefur nú verið fenginn, þjóðargersemi. Þess vegna fer vel á, að hér sé haldið tvíheilagt á þjóðhátíð í tilefni þess, að því verður nú lokið upp.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.