Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Page 111
TVÖ GÖMUL ERFILJÓÐ STEPHANS G.
111
þegar hann var að búa Andvökur í fyrri lotunni til prentunar.
Hann birtir þar í 1. bindi tveggja erinda erfiljóð um Sigríði, og er
hið fyrra þeirra 3. erindi gamla ljóðsins örlítið breytt, en hitt hefur
hann ort upp, eins og hann gerði svo oft við eldri kvæðin sín.
Erindin í Andvökum eru þannig:
Nú ertu sofnuð,
Sigríður kæra!
sofnuð sætlega
svefni værum,
lokuð augu,
luktar varir,
ílúinn roði
úr fagur-kinnum.
Stendur rekkja þín
rökkri tjölduð,
umvörð úrsvölum
úthafs straumum —
orðnar eru þér
uppeldissystur
allar öldur
á Atlantshafi.
Leitt er, að Stephan skyldi ekki lyfta upp í Andvökur upphafser-
indunum tveimur í gamla kvæðinu, því að þar gætir hugsunar og
mynda, er við rekumst á í öðrum kvæðum hans og þó einkum
bréfum.
E.t.v. hefur þetta með stopulu stundirnar rifjazt upp fyrir
honum, þegar hann orti erindið kunna í kvæðinu um Grím frá
Hrafnistu:
Það koma stundum þær stundir
stopular, því er svo farið,
þegar eitt augnablik opnast
útsýni, launkofi, smuga.
Örlögin blasa við augljós
eldingum leiftrandi huga.