Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Síða 115

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Síða 115
UPPHAF ÞJÓÐFRÆÐASÖFNUNAR 115 Svo mikið varð Hafnarmönnum um þennan áfellisdóm að sett var neðanmálsnóta við þessi orð, þar sem sagt er undarlegt, að svo mörgum hafi þótt lítið til sögunnar koma, svo snilldarlega sem hún sé samin og óskandi að einhver heimamanna yrði til að semja ævintýri, sem ekki væri lakara.7' Fjórði árgangur Fjölnis, sem út kom árið 1839, hefst á sam- nefndri grein ritinu, þ.e. „Fjölnir“, er íjallar um efni fyrri árganga. Benda allar líkur til þess, að höfundur sé Konráð Gíslason. I þessari grein er m.a. rætt um þá tilraun, sem gerð hafi verið, að kynna Islendingum hinar nýju bókmenntir, er bæði séu ástundað- ar af Þjóðverjum og Dönum, og reynt er að skýra þann mun, er sé að finna á eldri sögum með raunsæilegu yfirbragði og ævintýraleg- um sögum samtímans, sem byggi á ímyndunaraflinu. í þessu viðfangi er jafnframt bent á, hversu Norðurálfuófriðurinn mikli hafi haft djúp áhrif á þróun bókmenntanna um og eftir aldamótin. Þá hafi menn, sem óttuðust undirokun þjóða sinna og menningar- legt hrun, séð með augum ættjarðarástarinnar, hvílíkan íjársjóð liðnir tímar heíðu að geyma og tekið sig til að safna sem vandlegast öllum menjum fortíðarinnar til að varðveita þær eins og hver önnur þjóðardýrindi. Skáld og sagnafrœðíngar gáfu sig að öllum þeím sögum og munnmæl- um, sem loðað hafa við hjá alþíðu öld eptir öld, og borizt mann frá manni, og lögðu á það mikla stund, að finna þœr óbrjálaðar. Flestar þjóðir eíga nóg til af þesskonar sögum, og eru þær ímist sprottnar af eínhvurjum atburðum, er gjörzt hafa í fornöld, eður þœr eru spunnar upp úr hugum manna smátt og smátt, er eínn bœtir við, og tekur við af öðrum. Ut úr sögum þessum gerðu skáldin kvæði og ævintíri, og höfðu þau, sem vonlegt var, meíra snið eptir þeírri þjóðinni, er þau voru undir komin og hennar kjörum og forlögum, enn hin eldri, er síður áttu að lísa nokkuri þjóðeínkunn sjer í lagi, enn mannlegu eðli með þeím kostum og anmörkum, er finnasl með hvurri þjóð. Bent er á, að hinar kunnu sögur Walter Scott á Bretlandi séu flestar tilbúnar úr gömlum almúgasögum, hálfsönnum eða ósönn- um, sem verið hafi í munnmælum og alþýðan haft sér til skemmt- unar mann fram af manni, og líkt sé m.a. varið með sögur B.S. 7 Ólafur Indriðason, „Úr brjefi af Austíjörðum", Fjölnir, annað ár 1836, Kaupmannahöfn 1836, bls. 39-40; sbr. Aðalgeir Kristjánsson, Brynjólfur Pétursson, ævi og störf, Reykjavík 1972, bls. 60.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.