Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Page 120

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Page 120
120 ÖGMUNDUR HELGASON kunna tillögu sína á áðurnefndum fundi.17 I sjálfu sér mælir ekkert því í gegn, að þeir félagar hafi tekið ákvörðun um þjóðfræðasöfn- unina án þess að hafa frétt af samþykki Fornfræðafélagsins, enda lá slíkt að segja má í loftinu á þessum tíma. Þó er ekki fyrir að synja, að læðist að sá grunur, að Jón hafi kannski viljað gera enn glæsilegri sögulegan hlut þeirra félaga, með því að hafna öllum áhrifum frá öðrum á þessa tímamótaákvörðun. Það er t.d. alls ekki fráleitt að ætla, að fregnir af júlífundinum heíðu fljótlega getað borizt að utan í bréfi eða með ferðalöngum heim á heimili Sveinbjarnar Egilssonar, auk þess sem teljast verður allundarlegt, að hvorki Jón né Guðbrandur skuli minnast á ábendingarorð Konráðs Gíslasonar í Fjölni, sem vera munu fyrsta hvatning til söfnunar þjóðfræða hér á landi fyrir áhrif frá Grimmsbræðrum. Jónas Hallgrímsson dó árið 1845, og var 9. árgangur Fjölnis, er ekki kom út fyrr en 1847, helgaður honum. Þar eru birt mörg fegurstu ljóð hans, einnig þýðingar og eftirlíkingar á listævintýr- um, m.a. eftir H.C. Andersen, og jafnframt að því er virðist ófullgerð tilraun til frumsamningar slíks ævintýris, þ.e. „Hreiðars- hóll“, eftir íslenzkri þjóðsögu.18 I Handritadeild Landsbókasafns er varðveitt að hluta Bræðrablaðið, skólablað Bessastaða- og síðan Lærðaskólapilta, þ.e. frá 3. árgangi, blaði dagsettu 10. apríl 1847 til 6. árgangs, 18. nóvember 1849. Þar má glöggt sjá, að um þetta leyti eru nemendur alteknir rómantískum áhrifum og tæpast ofmælt að þeir keppist við að yrkja í anda Jónasar. I þessu sambandi ber hér sérstaklega að nefna Magnús Grímsson og reyndar einnig Jón Þórðarson, sem síðar kallaði sig Austmann.19 Um árangur af boðsbréfi Fornfræðafélagsins, sem og söfnun Jóns Arnasonar og Magnúsar Grímssonar, er hægt að verða nokkurs vísari á næstu árum í skýrslum Jóns Sigurðssonar í Antiquarisk Tidsskrift. Sýnir það reyndar, hversu söfnun þeirra varð strax nátengd félaginu. I skýrslu 1848-49 er frá því greint, að Jón hafi „um nokkra hríð safnað seinni alda ljóðmælum og fengið þegar allmikið safn“. Þar kemur einnig fram, að Magnús hafi safnað að sér „allskonar smásögum og þesskonar reglum eða vítum“, sem menn hafi haft.20 I skýrslu 1849-50 er síðan sagt frá l? Guðbrandur Vigfússon, „Formáli" að íslenzkum þjóðsögum og æfintýrum, fyrsta bindi, Leipzig 1862, bls. XXVII og XXXII. 18 Jónas Hallgrímsson, „Hreiðars-hóll“, Fjölnir, níunda ár, Kaupmannahöfn 1847, bls. 28-34. 19 Lbs. 3317-3318 4to. 20 Antiquarisk Tidsskrift 1846-1848, Kjöbenhavn 1847 (!), bls. 165 og 169.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.