Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Síða 121

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Síða 121
UPPHAF ÞJÓÐFRÆÐASÖFNUNAR 121 því, að Magnús hafi sent félaginu afskrift af safni sínu, og er sem sýnishorn látin fylgja með sagan „Galdramennirnir í Vestmanna- eyjum“.21 Fleiri skýrslur voru ekki birtar af þessu tagi. I Bræðrablaðinu er, auk kveðskaparins, að finna eins konar listrænar stílæfingar í meðferð þjóðsagnalegs efnis á þessum árum, er sýna ljóslega, að hin stranga aðgreining listævintýra og alþýðufrásagna er enn ekki komin á hreint í hugum hinna ungu skólapilta. I blaði því sem dagsett er 5. desember 1847 er t.d. sagan „Hornafjarðarfljót“, sem merkt er Magnúsi Grímssyni.22 Er orða- lag þar allnokkuð annað og með meira stílskrúði en þegar hann birti sömu frásögn á prenti fimm árum síðar, í fyrstu útgáfu íslenzkra þjóðsagna, sem hér er frá greint á eftir. I sama árgangi er að finna aðra sögu og frægari, nefnilega „Selið“, sem ráða má, að sé eftir Jón Þórðarson Austmann. Sú saga er byggð á þjóðsögulegu efni, en stendur að frásagnarhætti fjær þjóðsögu en listævintýri hvað varðar náttúrulýsingar og sviðsetningu atburða.23 Fleiri sögur er þarna að finna af svipuðum toga, sumt þýðingar á ævintýrum, m.a. eftir L. Tieck og H.C. Andersen, eða eftirlíkingar hinna erlendu ævintýra.24 Ólafur Davíðsson liélt því fram í yfirlitsgrein um ævi og störf Magnúsar Grímssonar, er ber nafn hans, þ.e. „Magnús Grímsson“, í febrúarhefti Sunnanfara 1896, að hann hefði viljað skreyta þjóðsögur sínar með „náttúrulýsingum og íburðarmiklu orð- skrauti“. Bendir Ólafur þar á tvær fyrrnefndar sögur, sem hann eignar báðar Magnúsi, eða Selið, sem ekki er eftir hann, og Hornafjarðarfljót, sem prentað var síðar án þeirra stílbrigða, er talin eru ámælisverð.25 Þótt skólapiltar, þar á meðal Magnús, greini vart að listævintýri og þjóðsagnir við fyrstu tilraunir til ritunar hvors tveggja, hefur Magnús þó fljótt fundið sinn stíl, enda sést þess, sem Ólafur ásakar hann um, tæpast nokkurs staðar stað í þeim þjóðsögum, sem hann skráði og hafa verið prentaðar. Er eiginlega ekki hægt að kalla orð Ólafs um Magnús annað en tilhæfulaust last. Hitt má vera rétt, að Jón Arnason hafi leitt Magnúsi fyrir sjónir, að hann ætti að varast að láta skáldfák sinn 21 Tilvitnað rit 1849-1851. Kjöbenhavn 1852, bls. 24-27. 22 Lbs. 3317 4to, bls. 120-21. 23 Tilvitnað handrit, bls. 102-105. Sjá nánar um Selið í neðanmálsnótu nr. 30. 24 Sbr. bæði Lbs. 3317 og 3318 4to. 23 Ólafur Davíðsson, „Magnús Grímsson“, Sunnanfari, V. árgangur, febrúar 1896, bls. 47-59; sbr. Gunnar Sveinsson, „fslenzkur skólaskáldskapur 1846-1882“, Skírnir CXXX. árgangur, Reykjavík 1956, bls. 129.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.