Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Page 122

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Page 122
122 ÖGMUNDUR HELGASON hlaupa með sig í gönur við skráningu þjóðsagnanna.26 Víst er, að margar þær þjóðsögur, sem taldar hafa verið hvað bezt færðar í letur, eru úr penna Magnúsar. IV Arið 1852 prentaði Einar Þórðarson á sinn kostnað fyrstu þjóðsagnabók, eða öllu heldur kver í 12mo stærð, sem út kom hcrlendis, „Islenzk æfmtýri“, sögð söfnuð af „M. Grímssyni og J. Arnasyni“. I formála, sem dagsettur var 16. janúar, kemur ekkert fram um forsögu þessa söfnunarverks, nema hvað bent er á, að Danir og Þjóðverjar hafi safnað sams konar sögum. Annars er formálinn fyrst og fremst ritaður til að skýra frá eðli og anda þess efnis, sem þarna er komið á prent, eða m.ö.o. til að réttlæta útgáfuna. Ef vel vœri, þyrfti langan formála, til þess að skýra frá eðli og anda þeirra æfintýra, sem hjer koma fyrir almennings augu. En það er hvorttveggja, að rúmið leyfir það ekki að sinni, enda verður slíkur formáli ekki saminn, fyr en safninu vœri lokið, en við vonum að þetta sje aðeins hinn fyrsli kafi þess. I þessu tilliti látum við okkur því nægja með, að dreþa á það eitt, að þessi æfintýri eru skáldskaþur þjóðarinnar. Pau eru búningur hinnar einfóldu hugsunar, sem þjóðin lifir og hefur lifað í. Þar kemur sögulöngun hennar fram og hinn einkennilegi blær, sem frásögur hennar eru vanar að vera hjúþaðar í. Viðburðirnir eru sagðir blátt áfram án allrar orðmælgi eða tilgerðar. Hvað efnið snertir, þá er það mjög ýmislegt og auðugt, og sýnir það oþt, á hvaða þekkingarstigi þjóðin hefur staðið; hvað villa og hjátrú - sem nú er kallað - hefur verið rík hjá þjóðinni. I þessu tilliti erti því æfintýrin harla markverð fyrir menntunar- sögu þjóðar vorrar. Pau eru eins konar seinni tíma edda hennar, eða goðafræði, sem tíminn hefur lagað og breytt. Hið illa á hjer einatt í stríði við hið góða, en bíður þó sífellt ósigur fyrir því. Allt er lifandi eða fullt af lífi, fjöll og hólar eru byggðir af öndum, sem oþt og einatt gríþa inn í mannlífið, og hafa talsverð áhrif á það. Framúrskarandi lærdómur er eignaður yjirnáttúrlegum öfium, og með honum verður allt sigrað. Öðrum eins æfintýrum og þessum hafa nú bæði Danir og Pjóðverjar safnað, hvorir hjá sjer, og þykja þau hvervetna mikils verð. Eru þau í 36 Ólafur Davíðsson, „Magnús Grímsson", Sunnanfari, V. árgangur, febrúar 1896, bls. 58. 37 „Formáli" að íslenzkum æfintýrum, söfnuðum af M. Grímssyni og J. Árnasyni, Reykja- vík 1852, bls. I-VI.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.