Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Qupperneq 125
Landsbókasafnið 1989
BÓKAKOSTUR OG Bókakostur Landsbókasafnsins var í
BÓKAGJAFIR árslok samkvæmt aðfangaskrá 406.066
bindi og hafði vaxið á árinu um 6884
bindi. Mikill fjöldi binda var sem fyrr gefinn safninu eða fenginn í
skiptum.
Af einstökum gjöfum skal hér nokkurra getið:
Rannsóknaráð ríkisins sendi Landsbókasafni að gjöf fjölda
erlendra sérprentana um íslenzk efni.
István Heimlich, Budapest, hélt áfram að senda Landsbókasafni
bókagjafir, meðal þeirra ljósprentanir ýmissa gamalla og mjög
fallegra verka. Meðal þeirra skulu talin: Kéres krónika, rituð á
árunum 1358-1370, eins konar Ungverja annáll á latínu skreyttur
stórglæsilegum myndum. Frumhandritið er varðveitt í Pjóðbóka-
safninu í Búdapest.
Þá er Nekcsei-biblían, fallegustu síðurnar úr 14. aldar handriti
frá Ungverjalandi, er hafnaði að lokum í Library of Congress í
Washington.
Frumhandritið er í tveimur bindum, alls 746 blöð eða 1492
blaðsíður.
Fiskesafnið (Fiske Icelandic Collection) í íþöku sendi Lands-
bókasafni að gjöf Morgunblaðið 1944—1955 á negatívri filmu til
viðbótar filmu með Morgunblaðinu 1937-43, er komin var áður
að gjöf frá Fiske-safninu.
Morgunblaðið gaf Landsbókasafni Morgunblaðið 1956-57 og
1959—1975 á negatívri filmu.
Nú verða taldir aðrir gefendur bóka, einstaklingar og stofnanir,
og fara fyrst nöfn íslenzkra gefenda:
Alþingi, Reykjavík. - Árni liöðvarsson cand. mag.. Reykjavík. - Ásgeir Guðmundsson
sagnfræðingur, Reykjavík. — Áslaug Haraldsdóttir. Revkjavík. - Baldur Jónsson prófessor,
Reykjavík. - Dr. Benedikt S. Benedikz, Birmingham. - Benedikt Jóhannesson stærðfræð-
ingur, Reykjavík. - Berglind Gunnarsdóttir, Reykjavík. - Dr. Björn Ellertsson, I.os
Angeles. - Dr. Björn Þorsteinsson, Stokkhólmi. - Bókasafn Alþingis, Reykjavík. - Bóksala
stúdenta, Reykjavík. - Borgarbókasafnið, Reykjavík. - Eimskipafélag íslands, Revkjavík. -