Réttur - 01.10.1934, Blaðsíða 4
„Skipulagður kapítalismi“, — það var hið nýja her-
óp sósíaldemókrata allra landa, það væri tímabilið,
sem leiddi til sósíalismans. Loks var þá fundin „hag-
fræðileg“ undirstaða í baráttunni gegn kenningu
marxismans um það, að milli þjóðskipulags auðvaldsins
og sósíalismans lægi óhjákvæmilega verklýðsbylting-
in og alræði verkalýðsins sem form á ríkisvaldi hans.
í stuttu máli gengur þessi kenning sósíaldemókrat-
anna um hinn „skipulagða kapítalisma“ út á það, að
milli kapítalisma og sósíalisma liggi friðsamlegt öko-
nomiskt tímabil, sem samkvæmt eðli sínu sé þegar
sósíalismi, án þess að valdi auðvaldsins sé steypt.
Hringaauðvaldið sé hinn „slcipulagði kapítalismi“.
Skipulagning, skipulagning samkvæmt áætlun. það
sé einmitt undirstöðuatriði sósíalismans.
Þróun auðvaldsins frá tímabili hinnar frjálsu sam-
keppni yfir í tímabil hringauðvaldsins túlkuðu þeir
sem endalok samkeppninnar. Þeir r.eyndu að breiða
yfir það, að þessi þróun auðvaldsins útilokar á engan
hátt samkeppnina, heldur færir hana á hærra stig.
í stað samkeppni einstakra auðmanna („hinnar frjálsu
samkeppni“), kom nú samkeppni auðhringanna um
heimsyfirráðin í framleiðslu og verzlun, sem nær há-
marki sínu í hagnýtingu ríkisvaldsins til verzlunar-
styrjalda og blóðugra stríða.
Einokunarauðvaldið varð, samkvæmt kenningum
þeirra, „skipulagning“, er hafin væri upp yfir stéttir,
það varð að upphafi sósíalismans. — Og frá stéttar-
sjónarmiði var tilgangur þessara kenninga sá, að leyna
verkalýðinn þeirri staðreynd, að hin sameinuðu öfl fjár-
málaauðvaldsins þýddu aðeins enn aukna kúgun hans
og réttindarán.
í dálkum Alþýðublaðsins var „Fordisminn“ lofsung-
inn sem fyrirmyndarskipulagning framleiðsluhátt-
anna. — Já, jafnvel 12 árum eftir hina sigursælu
þjóðfélagsbyltingu rússneska verkalýðsins, eftir tólf
ára markvisst starf verklýðsvalds til skipulagningar
100