Réttur - 01.10.1934, Blaðsíða 40
það fram, að öll þessi loforð voru svikin. Nazistaflokkn-
um hafði aldrei tekizt að vinna sér verulegt fylgi meðal
þýzka verkalýðsins, en fylgi hans meðal millistéttarinn.
ar, sem litið hafði á hann sem sinn fulltrúa, fór einnig
rénandi dag frá degi, er það kom í ljós, að hann hafði
hvorki getu né vilja til að bæta úr vandamálum hennar.
Eftir 17 mánaða völd Hitlersstjórnarinnar var hin
þjóðernislega hrifning febrúardaganna 1933 breytt í
innibyrgða tortryggni og jafnvel óhjúpaðan fjandskap
í hugum mikils hluta millistéttarinnar. Þessi hugmynda-
legu umskipti hlutu nú meðal annars að endurspeglast
í afstöðu stormsveitanna, sem að miklu leyti voru sam-
settar af hálföreiga millistéttarmönnum og atvinnuleys-
ingjum. Óánægjan sauð og ólgaði innan þessa árásar-
liðs nazistahöfðingjanna. Sveitirnar urðu æ meðtæki-
legri fyrir útbreiðslustarfsemi kommúnistanna. Margar
þeirra voru leystar upp sem „gersýktar af kommún-
isma“, eins og komizt var að orði í lögregluskýrslunum.
Stormsveitamenn voru færðir fyrir skyndirétt og skotn-
ir vegna dreifingar á kommúnistískum flugritum. Þrátt
fyrir ítrustu einbeitingu allrar sinnar lýðblekkingalist-
ar tókst nazistunum ekki að stöðva þessa þróun.
Það pólitíska skipulagsform, sem birtist í stormsveit-
unum, er eitt af því fjölmarga, sem hinn ófrumlegi,
hugsanasnauði og flatgeðja nazismi hefir hnuplað af
skapandi hugmyndum hinnar byltingasinnuðu verka-
lýðshreyfingar. Eftir byltingaárin í lok heimsstyrjald-
arinnar skapaði byltingasinnaður verkalýður Þýzka-
lands sitt varnarlið. Það var ofsótt og að lokum bann-
að af hinum sósíaldemókratísku forráðamönnum Þýzka-
lands, samtímis því, að þeir leyfðu og héldu hlífiskildi
yfir borgarastríðsliði fasistanna. Þessi kúgun varnar-
samtaka verkalýðsins af hendi sósíaldemókratanna,.
þessi hlífð við hinar vopnuðu sveitir Hitlersfasismans
var beinlínis skilyrðið fyrir viðgangi nazismans í Þýzka-
landi og valdatöku Hitlers 30. janúar 1933. Stormsveit-
irnar urðu öflugasta valdstæki nazismans. Og eftir
136