Réttur - 01.10.1934, Blaðsíða 9
Alþýðublaðinu þann 22. ágúst lýsir Ole Colbjörnsen
leiðinni til sósíalismans með þessum orðum:
„Um þjóðnýtinguna er það að segja, að auðsætt er,
að leiðin hlýtur að Iiggja til ríkisauðvalds og frá ríkis-
auðvaldi til ríkisjafnaðarmennksu. Hin gamla ná-
kvæma skilgreining á „þjóðnýttum rekstri“ og ríkis-
rekstri kemur síður til greina (! sic.), er ríkisjafnað-
armennskan verður að „verulegri“ jafnaðarmennsku“.
Og hann heldur áfram: „Það má svo heita, að þjóð-
nýtingin og ,,planökonomían“ sé orðin lifandi veru-
leiki og að hið mikla verkefni: framkvæmd virkrar
jafnaðarstefnu, bíði bráðrar úrlausnar“.
Ekki í Sovétríkjunum, nei, blessaðir verið þið. 1 auð-
valdsheiminum er þjóðnýtingin orðinn lifandi veru-
leiki. Um Sovétríkin segir þessi sami höfundur aftur
á móti: „Það er sannfæring mín, að sú breyting (þ. e.
a. s. framkvæmd hinnar ,,verulegu“ jafnaðar-
mennsku) muni fyrr eiga sér stað á Norðurlöndum en
í Sovétríkjunum“. Og hvers vegna? Jú, vegna þess, að
„í Sovétríkjunum ríkir einræði í stjórnmálum og at-
vinnumálum, en jafnaðarmennska án lýðræðis og
frelsis er engin veruleg jafnaðarmennska“. Svo mörg
eru þau orð.
Undir forystu rússneska bolsévikkaflokksins sigr-
aði verkalýðurinn og skapaði alræði sitt gegn leifum
borgarastéttarinnar, en það er jafnframt hið eina og
fullkomnasta lýðræði fyrir verkalýðinn og alla alþýðu.
Á máli Alþýðuflokksforingjanna heitir þetta einræði
yfirleitt.
En í hinum borgaralegu löndum, þar sem í bezta
falli ríkir lýðræði fyrir borgarastéttina, sem jafnframt
er alræði hennar gegn hinum idnnandi stéttum, þykj-
ast ,alþýðuforingjarnir‘ finna lýðræði og frelsi yfirleitt.
Leið marxismans — hina einu leið, sem fært getur
verkalýðnum sigur — leið byltingarinnar, þá leið, sem
rússneski verkalýðurinn fór, ltalla þessir herrar að
„ná marki sínu með harðneskjulegum aðferðum, og
105